Friday, 15 May 2015

15. maí 1999 og 2004

Í dag eru 16 ár síðan ég og Einar sögðum já við hvort annað hjá bæjarstjóranum í Helsinge í Danmörku, með Maríu systir sem vitni.

Á undan voru stormasöm ár, en við vorum viss - við vildum hvort annað!

Today it is 16 years since me and Einar said yes to each other at the cityhall in Helsinge in Denmark, with my sister Maria as our vitness :) 

It had been stormy years before that, but we were sure - we wanted to be together! 


Árið 2004 bar 15.maí aftur upp á laugardag og við ákváðum að gera það sem alltaf var ætlunin; að staðfesta þessa ákvörðun okkar í viðurvist fjölskyldu og vina, og fá blessun kirkjunnar á hjónaband okkar.

In 2004 may 15th was on a Saturday again and we decided to do what we always ment to do; confirm our marriage in front of family and friends, get Gods blessing on our marriage.

Við fengum ljóð í gjöf frá tveimur systrum mínum og mömmu þeirra og þar kemur m.a.; 

"Þarna stigu Einar og Sigrún sælusporið
og sameinuð af guði þau leiðast út í vorið.
Vígslna hjá dómara fengur reyndar forðum
en festa hana nú í sessi með biblíunnar orðum."

This day we got a poem from two of my sisters and their mother, and here is a part from it (I´ll try to translate...):

"There Einar and Sigrún took the "happystep"
and united by God they go hand in hand towards the spring.
In fact they got married at cityhall before
but confirm it now with the bibles words.

Við buðum því til veislu og úr varð mikill gleðidagur.
Við vorum í raun með eitt plan, það var að athöfnin skyldi fara fram utandyra, við varðeld - svo var bara að vonast eftir góðu veðri! 
Við fengum leyfi til að kveikja varðeld á skátalóðinni í Græsted, þar sem við bjuggum. Við fengum lánað stórt grill (man alls ekki hvar) og svo var allt vel skipulagt. 
Daginn fyrir stóra daginn datt reyndar kokkur í það...en með hjálp fjölskyldu og góðra vina þá var þessu bara reddað. Dagurinn varð eins og við höfðum óskað okkar.

We invited therefore people to a party! And it was a HAPPYday :)
We had one plan, it was that we wanted the ceremony to be outside, with open fire - so we had to wish for a nice weather!
We got permission to light a fire outside the scouthouse in Græsted (the town we lived in, in Denmark). Everything was well organized....but the day before the big day the chef got drunk...and beeing an alcoholic...need I say more ;) But with good help from family and friends everything worked out. And our big day was perfect.

Við vöknuðum þennan dag snemma, og fórum út og skokkuðum nokkra kílómetra í SVARTA þoku og rigningarúða...úff...og athöfnin átti að vera utandyra!
Ég fór í greiðslu og þegar ég labbaði út af hárgreiðslustofunni um hádegisbil byrjaði að rigna...ó shit....ekkert plan B og salurinn var fullur af borðum...en þetta mun reddast :)

Kl 14 var settur tími og það var eins og við manninn mælt - ský dró frá sólu er gestina tóku að streyma að og það var rjómablíða það sem eftir lifði dags. 

Mér var eitt sinn bent á að veðrið þennan dag hafi verið í samræmi við samband okkar Einars. Fyrstu árin var skýjað og veðrasamt en svo dró sannarlega ský frá sólu í sambandinu og má segja að það hafi verið logn og sól núna í mörg ár :)

Svo ég vitni aftur í ljóðið sem við fengum; 

"Þau vita reyndar bæði að gæfan, hún er garður,
ef garðurinn er ræktaður þá verður mikill arður.
Æðruleysisbænina þau æfa á hverjum degi,
og ætíð verður guðs orð ljós á þeirra vegi."

Dagurinn var í alla staði dásamlegur og við eigum vonandi eftir að endurtaka leikinn aftur í framtíðinni :)

Me and Einar woke up early on May 15th and went out for a few km run, in such a foggy weather that it was almost like being blind...shit, the ceremony was supposed to be outside...!
I went to get my hair done and when I got out from the hairdresser it started raining...shit...no plan B...but hopefully it will be ok... :)

At 2 o´clock in the afternoon the guests started arriving and the sun came out - and we had a warm sunny day for the rest of the day and night!

A friend once pointed out to me that the weather that day was in fact like our live together had been. The first years we had together were foggy, rainy and yes, stormy! But then the sun came out, and it has been sunny ever since.

And more from the poem (not easy to translate...):

"Actually they both know that the happiness, is like a garden;
you reap as you sow.
The serenity prayer the practice everyday
and gods word will be their light every day."

The day was just so wonderful and hopefully we will do it over again one day :)