Eldri stelpan okkar, hún yndislega Bára, er afmælisbarn dagsins. 23 ára í dag - takk fyrir kærlega!
ég nappaði þessari mynd af bjútíinu af facebook´inu hennar - vona að mér sé fyrirgefið ;)
Síðasti dagurinn í 17 fermetra orlofs"íbúðinni" runninn upp! Mikil gleði í kotinu, spennan þvílík að fá að sjá íbúðina okkar í fyrramálið.
Dagurinn í dag var óttalegur letidagur, enda mikið búið að dandaast undanfarna viku og mannskapurinn orðinn frekar lúinn. Ég og Einar byrjuðum þó á að æða í strætó og kíkja á eitt stykki flóamarkað, fundum ekki sófa eins og við vorum að vona. Það voru reyndar til tveir, annar var engan veginn máið fyrir okkur, hinn hefði alveg gengið en kostaði það sama og sófinn sem okkur langar í - og hann er glænýr! Svo við skunduðum heim á leið aftur.
Jón Ingvi og Einar fóru svo í bæinn, en Jóhannes vildi ekki hreyfa sig úr stað svo ég varð eftir heima hjá honum. Einhverjum tveimur tímum síðar, þegar þeir feðgar voru komnir í Väla Centrum þá tók ormurinn við sér og vildi líka af stað. Svo við skutluðum okkur í skó og af stað. Fórum m.a. í XXL sem er mjög stór íþróttaverslun með ALLSKONAR og ALLSKONAR. Fundum ýmislegt sem við VERÐUM að eignast, ekki kannski í dag en bráááðum ;)
Svo er búið að pakka smá, á eftir að pakka smá meira...til að allt verði klárt í fyrramálið.
Við erum svo lánsöm að okkur bauðst aðstoð við burðinn - hafa ber í huga að við erum að fara að flytja á 3.hæð í lyftulausu húsi...flytjum örugglega aldrei eftur :D En mikið verður gott annað kvöld, þegar allt dótið er komið upp og við getum farið að koma okkur fyrir. Jiiiiiiii hvað þetta er gaman.
Over and out!