Thursday, 31 July 2014

afmæli og síðasti dagurinn í orlofs"íbúðinni"

Dagur 7 í Helsingborg
Eldri stelpan okkar, hún yndislega Bára, er afmælisbarn dagsins. 23 ára í dag - takk fyrir kærlega!
ég nappaði þessari mynd af bjútíinu af facebook´inu hennar - vona að mér sé fyrirgefið ;)

Síðasti dagurinn í 17 fermetra orlofs"íbúðinni" runninn upp! Mikil gleði í kotinu, spennan þvílík að fá að sjá íbúðina okkar í fyrramálið.

Dagurinn í dag var óttalegur letidagur, enda mikið búið að dandaast undanfarna viku og mannskapurinn orðinn frekar lúinn. Ég og Einar byrjuðum þó á að æða í strætó og kíkja á eitt stykki flóamarkað, fundum ekki sófa eins og við vorum að vona. Það voru reyndar til tveir, annar var engan veginn máið fyrir okkur, hinn hefði alveg gengið en kostaði það sama og sófinn sem okkur langar í - og hann er glænýr! Svo við skunduðum heim á leið aftur.

Jón Ingvi og Einar fóru svo í bæinn, en Jóhannes vildi ekki hreyfa sig úr stað svo ég varð eftir heima hjá honum. Einhverjum tveimur tímum síðar, þegar þeir feðgar voru komnir í Väla Centrum þá tók ormurinn við sér og vildi líka af stað. Svo við skutluðum okkur í skó og af stað. Fórum m.a. í XXL sem er mjög stór íþróttaverslun með ALLSKONAR og ALLSKONAR. Fundum ýmislegt sem við VERÐUM að eignast, ekki kannski í dag en bráááðum ;)

Svo er búið að pakka smá, á eftir að pakka smá meira...til að allt verði klárt í fyrramálið.
Við erum svo lánsöm að okkur bauðst aðstoð við burðinn - hafa ber í huga að við erum að fara að flytja á 3.hæð í lyftulausu húsi...flytjum örugglega aldrei eftur :D En mikið verður gott annað kvöld, þegar allt dótið er komið upp og við getum farið að koma okkur fyrir. Jiiiiiiii hvað þetta er gaman.

Over and out!


Wednesday, 30 July 2014

Dagur 6 í Helsingborg

Fyrir þá sem ekki voru með frá upphafi þá er 1. og 2. dagur í Helsingborg og Dagur 3 í Helsingborg

Dagurinn í dag var nýtt ævintýri í þessari hamingjuferð okkar um gegnum þetta líf.

Við byrjuðum á strætóferð í bæinn (það verður gott að flytja og geta rölt í bæinn), strákarnir allir þrír fóru á kaffihús í miðbænum meðan ég fór að hitta konuna sem er með vinnu handa mér. Við ræddum m.a. laun - ó mæ hvað það er skrítið að þurfa að koma með launakröfur! Ekki alveg það sem maður á að venjast að heiman. En það skiptir miklu máli að semja vel í upphafi því framtíðarlaun stjórnast af því hversu vel maður semur í upphafi!
Anyway, ég byrja 1.sept og þetta lítur bara vel út sko. Verð með ákveðna "heimadeild" en er ekki ráðin inn á neina eina deild samt. Fæ rúman tíma á hverri deild í upphafi til að kynnast skipulagi og almennt hvernig sænska kerfið fungerar. Mér stendur líklega einnig til boða að fara á sænskunámskeið gegnum vinnuna og ætla ég að þiggja það ef það er þannig. Bara til að flýta fyrir að ég verði súper dúper í sænskunni ;)

Jæja, sagan heldur áfram! Við fórum út í buskann að leita að ákveðinni verslun sem er með sófa á tilboði, sófa sem okkur langar í (en höfum samt ekkert efni á strax...en það kostar ekkert að láta sig dreyma), okkur langar að koma við hann og sjá hvort okkur langi ennþá í hann þegar við erum búin að snerta gripinn. Komum að lokuðum dyrum, bara opið þarna eftir hádegi á fimmtudögum þar sem verlsunin hefur verið færð og þetta er bara "rest-sala". Nema hvað, haldið þið ekki að við höfum rekið augun í "loppis" (flóamarkað)!!! Sem vill svo skemmtilega til að er opinn á morgun. Ætlum að smella okkur þangað og tékka á þessu! Hver veit nema við finnum ódýran og ægilega fínan sófa þar.

Svo áttum við date seinnipartinn. Fyrrum vinnufélagi Einars úr álverinu, sem er nýfluttur hingað með fjölskylduna sína (stelpan sem Jón Ingvi fór með á ströndina um daginn). Jóhannes kannaðist við eldri strákinn úr skólanum á Skaganum, þeir smelltu sér í körfubolta á skólalóðinni. Þessi tvö systkini fara líka í Tågaborg - sem þýðir að þá eru orðin 5 íslensk börn í skólanum.
Anyway, við áttum þarna stórskemmtilega stund með góðu kaffi, vöfflum og rjóma og mjög skemmtilegu spjalli.

Ég endaði svo þennan stórfína dag á léttu skokki - því fyrsta á sænskri grundu! Það var loksins þolanlegur hiti ;)
Hér er ég sveitt og sæl eftir skokkið :)

Er að reyna að læra á Endomondo

Stórt sæluknús héðan úr litla krúttherberginu á Tornfalksgatan.

Tuesday, 29 July 2014

dagur 5 í Helsingborg

Hér sváfu allir á sínu græna til kl 9.30 - meira að segja Einar líka!! Hann sem alltaf vaknar snemma!! Tókum því rólega, kaffi á "veröndinni" eins og alla undanfarna morgna (enda ekki annað í boði í ölu plássinu!)

Svo var stóra verkefni dagsins, pakka óhreina þvottinum, og fara til góðrar konu sem var svo elskuleg að svara neyðarkalli mínu um helgina. Því við þurfum nauðsynlega að komast í þvottavél - það var ALLT orðið skítugt og súrt eftir hita og svita undanfarna daga. Takk Guðrún :)

Jóhannes hitti í þessari ferð jafnaldra sinn og væntanlegan bekkjarbróður og fóru þeir strax út í fótbolta saman.

Einar og Jón Ingvi nenntu ekki að taka þátt í þvottagleðinni - og það var gleði skal ég ykkur segja. Það var svo stórt þvottahúsið að ég bara skemmti mér ægilega vel. Vona sannarlega að það sé svona flott þvottahús á M.Stenbocksgatan!!!

Að þvotti loknum þá skelltum við okkur í Väla Centrum og fórum þar - enn og aftur í Ikea, þar sem við hittum feðgana. Þeir voru þvílíkt að njóta sín í Ikea - enda ekki annað hægt í þeirri dásemdarverslun. Fjárfestum í pottasetti (fyrirfram ákeðið) þar sem við skildum alla pottana, og pönnuna eftir á Íslandi, enda áttu þeir hlutir takmarkaðan líftíma eftir. Við erum orðin þreytt á snarlfæðinu (og ekki endalaust hægt að versla pizzur...) svo við ætlum sko að geta eldað UM LEIÐ og við erum komin í íbúðina!! :)

Einar steikti pylsur í kvöldmatinn...í potti, þar sem engin panna er í "íbúðinni" (föttuðum ekki að opna pottasettið!! :)



Það var slegið á létta strengi, ein selfie og mér&Jóhannesi og ein af Jóni Ingva sem smellti sér í fyrirsætuleik með poka á hausnum (don´t ask!!!).


Meira síðar!

Monday, 28 July 2014

Dagur4 í Helsingborg

Jæja elsku þið öll.

Nú erum við búin að búa í Helsingborg í heila 4 daga! Líður enn eins og túristum, en það mun væntanlega breytast þegar við verðum komin í íbúðina okkar og með okkar dót.

Í dag fórum við rólega af stað, ætluðum svo aaaaaaðeins að skjótast í banka og borga húsaleiguna - með fína íslenska debetkortinu. En nei, það gekk ekki alveg eins vel og við áttum von á. Í flestum bönkunum var aðeins hægt að greiða reikning ef maður var kúnni í bankanum = yrði dregið af reikningnum. Á einum stað leit þetta út fyrir að ætla að ganga - en nei, það var bara hægt að nota kreditkort - ekki debetkort! Við erum (sem betur fer) ekki með kreditkort, svo við sáum þann kost vænstan að byrja að taka út pening...svo um kl 15 á morgun ættum við að vera komin með nægilega upphæð í hendurnar "in cash" og þá förum við í banka - banka sem tekur við peningum, því það eru flestir bankarnir "peningalausir bankar". Svo þá getum við aldeilis greitt húsaleigu á morgun :)
En aftur og enn, það er allsstaðar tekið á móti okkur með stóru brosi og vingjarnleika.

Keyptum okkur að borða í kvöld og sá sem afgreiddi spurði mig hvaðan við værum; hvort við værum frá Danmörku eða Íslandi. Ég sagði honum það og þá spurði hann hvort við værum í fríi hér eða... Ég upplýsti manninn um það að við hefðum verið að flytja hingað og þá sagði hann; "En gaman - verið velkomin til Svíþjóðar". Hann er ekki sá fyrsti eða annar sem býður okkur velkomin þegar hann heyrir að við höfum verið að flytja. Hversu frábærar eru svona móttökur?

Skelltum okkur líka á ströndina og strákarnir þrír fóru í sjóinn, ég passaði dótið okkar - einhver þarf að gera það!

Ég er öll í sandi eftir daginn og ætla að skutla mér í sturtu!

Jón Ingvi tók - takk fyrir pent - strætó núna áðan, ALEINN, niður á strönd að hitta gamla bekkjarsystir sína af Skaganum. Sú var að flytja hingað fyrr í sumar og verða þau að öllum líkindum saman í bekk í Tågaborgskolan!

Meira síðar - verð að henda mér undir sturtuna!

Sunday, 27 July 2014

Smá prufa - er eitthvað ekki alveg sátt á hinum staðnum og reyni því aftur hérna. Nýtt nafn og alles, enda varla hægt að segja að við séum í "sveit" lengur - loksins komin í semi-borg.

Anyway...sjáum hvað gerist! Hér er amk mynd frá í dag. Horft ofan frá Slottshagen yfir neðsta hluta borgarinnar og yfir í áttina til Danmerkur:



Læt þetta duga í bili - þar sem þetta er bara prufa fyrir það sem kannski koma skal :)