Monday, 28 July 2014

Dagur4 í Helsingborg

Jæja elsku þið öll.

Nú erum við búin að búa í Helsingborg í heila 4 daga! Líður enn eins og túristum, en það mun væntanlega breytast þegar við verðum komin í íbúðina okkar og með okkar dót.

Í dag fórum við rólega af stað, ætluðum svo aaaaaaðeins að skjótast í banka og borga húsaleiguna - með fína íslenska debetkortinu. En nei, það gekk ekki alveg eins vel og við áttum von á. Í flestum bönkunum var aðeins hægt að greiða reikning ef maður var kúnni í bankanum = yrði dregið af reikningnum. Á einum stað leit þetta út fyrir að ætla að ganga - en nei, það var bara hægt að nota kreditkort - ekki debetkort! Við erum (sem betur fer) ekki með kreditkort, svo við sáum þann kost vænstan að byrja að taka út pening...svo um kl 15 á morgun ættum við að vera komin með nægilega upphæð í hendurnar "in cash" og þá förum við í banka - banka sem tekur við peningum, því það eru flestir bankarnir "peningalausir bankar". Svo þá getum við aldeilis greitt húsaleigu á morgun :)
En aftur og enn, það er allsstaðar tekið á móti okkur með stóru brosi og vingjarnleika.

Keyptum okkur að borða í kvöld og sá sem afgreiddi spurði mig hvaðan við værum; hvort við værum frá Danmörku eða Íslandi. Ég sagði honum það og þá spurði hann hvort við værum í fríi hér eða... Ég upplýsti manninn um það að við hefðum verið að flytja hingað og þá sagði hann; "En gaman - verið velkomin til Svíþjóðar". Hann er ekki sá fyrsti eða annar sem býður okkur velkomin þegar hann heyrir að við höfum verið að flytja. Hversu frábærar eru svona móttökur?

Skelltum okkur líka á ströndina og strákarnir þrír fóru í sjóinn, ég passaði dótið okkar - einhver þarf að gera það!

Ég er öll í sandi eftir daginn og ætla að skutla mér í sturtu!

Jón Ingvi tók - takk fyrir pent - strætó núna áðan, ALEINN, niður á strönd að hitta gamla bekkjarsystir sína af Skaganum. Sú var að flytja hingað fyrr í sumar og verða þau að öllum líkindum saman í bekk í Tågaborgskolan!

Meira síðar - verð að henda mér undir sturtuna!

No comments:

Post a Comment