Svo var stóra verkefni dagsins, pakka óhreina þvottinum, og fara til góðrar konu sem var svo elskuleg að svara neyðarkalli mínu um helgina. Því við þurfum nauðsynlega að komast í þvottavél - það var ALLT orðið skítugt og súrt eftir hita og svita undanfarna daga. Takk Guðrún :)
Jóhannes hitti í þessari ferð jafnaldra sinn og væntanlegan bekkjarbróður og fóru þeir strax út í fótbolta saman.
Einar og Jón Ingvi nenntu ekki að taka þátt í þvottagleðinni - og það var gleði skal ég ykkur segja. Það var svo stórt þvottahúsið að ég bara skemmti mér ægilega vel. Vona sannarlega að það sé svona flott þvottahús á M.Stenbocksgatan!!!
Að þvotti loknum þá skelltum við okkur í Väla Centrum og fórum þar - enn og aftur í Ikea, þar sem við hittum feðgana. Þeir voru þvílíkt að njóta sín í Ikea - enda ekki annað hægt í þeirri dásemdarverslun. Fjárfestum í pottasetti (fyrirfram ákeðið) þar sem við skildum alla pottana, og pönnuna eftir á Íslandi, enda áttu þeir hlutir takmarkaðan líftíma eftir. Við erum orðin þreytt á snarlfæðinu (og ekki endalaust hægt að versla pizzur...) svo við ætlum sko að geta eldað UM LEIÐ og við erum komin í íbúðina!! :)
Einar steikti pylsur í kvöldmatinn...í potti, þar sem engin panna er í "íbúðinni" (föttuðum ekki að opna pottasettið!! :)
Það var slegið á létta strengi, ein selfie og mér&Jóhannesi og ein af Jóni Ingva sem smellti sér í fyrirsætuleik með poka á hausnum (don´t ask!!!).
Meira síðar!
No comments:
Post a Comment