Tuesday, 29 July 2014

dagur 5 í Helsingborg

Hér sváfu allir á sínu græna til kl 9.30 - meira að segja Einar líka!! Hann sem alltaf vaknar snemma!! Tókum því rólega, kaffi á "veröndinni" eins og alla undanfarna morgna (enda ekki annað í boði í ölu plássinu!)

Svo var stóra verkefni dagsins, pakka óhreina þvottinum, og fara til góðrar konu sem var svo elskuleg að svara neyðarkalli mínu um helgina. Því við þurfum nauðsynlega að komast í þvottavél - það var ALLT orðið skítugt og súrt eftir hita og svita undanfarna daga. Takk Guðrún :)

Jóhannes hitti í þessari ferð jafnaldra sinn og væntanlegan bekkjarbróður og fóru þeir strax út í fótbolta saman.

Einar og Jón Ingvi nenntu ekki að taka þátt í þvottagleðinni - og það var gleði skal ég ykkur segja. Það var svo stórt þvottahúsið að ég bara skemmti mér ægilega vel. Vona sannarlega að það sé svona flott þvottahús á M.Stenbocksgatan!!!

Að þvotti loknum þá skelltum við okkur í Väla Centrum og fórum þar - enn og aftur í Ikea, þar sem við hittum feðgana. Þeir voru þvílíkt að njóta sín í Ikea - enda ekki annað hægt í þeirri dásemdarverslun. Fjárfestum í pottasetti (fyrirfram ákeðið) þar sem við skildum alla pottana, og pönnuna eftir á Íslandi, enda áttu þeir hlutir takmarkaðan líftíma eftir. Við erum orðin þreytt á snarlfæðinu (og ekki endalaust hægt að versla pizzur...) svo við ætlum sko að geta eldað UM LEIÐ og við erum komin í íbúðina!! :)

Einar steikti pylsur í kvöldmatinn...í potti, þar sem engin panna er í "íbúðinni" (föttuðum ekki að opna pottasettið!! :)



Það var slegið á létta strengi, ein selfie og mér&Jóhannesi og ein af Jóni Ingva sem smellti sér í fyrirsætuleik með poka á hausnum (don´t ask!!!).


Meira síðar!

No comments:

Post a Comment