Dagurinn í dag var nýtt ævintýri í þessari hamingjuferð okkar um gegnum þetta líf.
Við byrjuðum á strætóferð í bæinn (það verður gott að flytja og geta rölt í bæinn), strákarnir allir þrír fóru á kaffihús í miðbænum meðan ég fór að hitta konuna sem er með vinnu handa mér. Við ræddum m.a. laun - ó mæ hvað það er skrítið að þurfa að koma með launakröfur! Ekki alveg það sem maður á að venjast að heiman. En það skiptir miklu máli að semja vel í upphafi því framtíðarlaun stjórnast af því hversu vel maður semur í upphafi!
Anyway, ég byrja 1.sept og þetta lítur bara vel út sko. Verð með ákveðna "heimadeild" en er ekki ráðin inn á neina eina deild samt. Fæ rúman tíma á hverri deild í upphafi til að kynnast skipulagi og almennt hvernig sænska kerfið fungerar. Mér stendur líklega einnig til boða að fara á sænskunámskeið gegnum vinnuna og ætla ég að þiggja það ef það er þannig. Bara til að flýta fyrir að ég verði súper dúper í sænskunni ;)
Jæja, sagan heldur áfram! Við fórum út í buskann að leita að ákveðinni verslun sem er með sófa á tilboði, sófa sem okkur langar í (en höfum samt ekkert efni á strax...en það kostar ekkert að láta sig dreyma), okkur langar að koma við hann og sjá hvort okkur langi ennþá í hann þegar við erum búin að snerta gripinn. Komum að lokuðum dyrum, bara opið þarna eftir hádegi á fimmtudögum þar sem verlsunin hefur verið færð og þetta er bara "rest-sala". Nema hvað, haldið þið ekki að við höfum rekið augun í "loppis" (flóamarkað)!!! Sem vill svo skemmtilega til að er opinn á morgun. Ætlum að smella okkur þangað og tékka á þessu! Hver veit nema við finnum ódýran og ægilega fínan sófa þar.
Svo áttum við date seinnipartinn. Fyrrum vinnufélagi Einars úr álverinu, sem er nýfluttur hingað með fjölskylduna sína (stelpan sem Jón Ingvi fór með á ströndina um daginn). Jóhannes kannaðist við eldri strákinn úr skólanum á Skaganum, þeir smelltu sér í körfubolta á skólalóðinni. Þessi tvö systkini fara líka í Tågaborg - sem þýðir að þá eru orðin 5 íslensk börn í skólanum.
Anyway, við áttum þarna stórskemmtilega stund með góðu kaffi, vöfflum og rjóma og mjög skemmtilegu spjalli.
Ég endaði svo þennan stórfína dag á léttu skokki - því fyrsta á sænskri grundu! Það var loksins þolanlegur hiti ;)
Hér er ég sveitt og sæl eftir skokkið :)
Er að reyna að læra á Endomondo
Stórt sæluknús héðan úr litla krúttherberginu á Tornfalksgatan.
No comments:
Post a Comment