Sunday, 21 September 2014

Dásemdarhelgi að ljúka

Við erum búin að eiga dásamlega helgi. Föstudagurinn var hefðbundinn - eftir vinnu og skóla; smá rölt í bæinn, heimatilbúin pizza og kósíheit hjá okkur í algjörum rólegheitum.
Veðrið var dásamlegt :)
Vi har haft en skøn weekend. Fredagen var som en fredag plejer at være - efter arbejde og skole: en smuttur i byen, hjemmelavet pizza og hygge hos os og det var dejligt og velfortjent.
Vejret var skønt :)

fótóbomba og heklgraff í miðbænum / photo"bomb" og hækl"graffiti" i centrum

 
á svölunum í kvöldsólinni / på altanen i aftensolen

Svo var laugardagurinn tekinn frekar snemma, þar sem við tókum ferjuna yfir til Helsingør klukkan rúmlega 10 og lestina áfram til Hillerød þar sem við hittum Betinu vinkonu og eyddum deginum með henni.
Algjörlega dásamlegur dagur. Svo heim aftur og annað kósíkvöld hér heima.
Skype með Einari - sem við söknum ægilega :( Það verður svooooo ljúft að fá hann hingað til okkar, en það er ekkert annað en þolinmæði og aftur þolinmæði og svo er tíminn bara talsvert fljótur að líða ;) Ég er t.d. strax búin að vinna 3 vikur!!
Lørdag stod vi tidligt op (dog ikke så tidligt som i hverdagene!). Vi tog færgen over til Helsingør ved 10 tiden og derfra toget mod Hillerød, hvor vi mødtes med min veninde Betina og dagen tilbragte vi sammen med hende.
Sikke en dejlig dag. 
Siden hjem igen og igen hyggeaften herhjemme.
Skype med Einar - som vi savner rigtig meget :( Det bliver såååååå dejligt at få ham til os, men vi må jo være tålmodige, der er ikke andet vi kan gøre. Men heldigvis flyver tiden jo - det er jo allerede 3 uger siden jeg begyndte på arbejdet!

Sólblóm í Hillerød / Solsikker i Hillerød

Gamlar myndir sem Betina fann / Gamle billeder som Betina fandt frem til os :)

Í dag, sunnudag, vorum við svo aftur mætt í ferjuna kl 10. Í þetta sinn var ferðinni heitið í brunch hjá Ingileif frænku og fjölskyldu, og þar voru einnig Málfríður frænka (systir Ingileifar) og hennar fjölskylda. Dásamlegur dagur með tveimur frænkum sem mér þykir afar vænt um.
Hversu ríkur er hægt að vera?
I dag, søndag, var vi så igen nede ved færgen ved 10 tiden. Denne gang var vi inviteret på brunch hos min kusine Ingileif og hendes familie. Ingileif´s søster Málfridur og hendes familie var der også. En skøn dag med to kusiner som jeg holder rigtig meget af.
Hvor rig kan man få lov til at være?!


Svo er bara ný vinnuvika framundan, næstsíðasta vikan á deild 53...! Ég mun sakna vinnufélaganna þar, fullt af frábæru fólki þar. En vonandi fæ ég bara að vinna þar alveg heilan helling!
Så nu venter der ny arbejdsuger derude, den næstsidste på afdeling 53...! Jeg kommer til at savne alle de dejlige mennesker der. Men forhåbenlig kommer jeg til at arbejde der en del!

Thursday, 18 September 2014

5 vikur mínust einn dagur!

Ég get svo svarið það!!! Við erum orðin nettengd!!!! Svo nú er hægt að fara að hringja í okkur á skype :) Mikið verða strákarnir glaðir þegar þeir koma heim á eftir - verst að ég verð ekki hérna, þar sem ég er að fara á kvöldvakt.
Jeg lyver ikke!!!! Vi har fået internet!!!! Nu kan man ringe til os på skype :) Drengene bliver rigtig glade når de kommer hjem - men jeg bliver desværre ikke hjemme da jeg skal i aftenvagt.

Annars er allt gott að frétta. Okkur gengur vel í vinnu og skóla, erum samt ennþá afar lúin á kvöldin. Það fer mikil orka í allt þessa dagana :)
Ellers er der bare alt godt her fra os. Det går godt på arbejdet og i skolen, men vi er stadig ret så trætte om aftenen :)

Strákarnir eru búnir að vera í verkefnum í skólanum undanfarnar vikur, sem eru tengd kosningunum sem voru hér um síðustu helgi. Jóhannes skrifaði t.d. verkefni um "Miljö partiet" og Jón Ingvi var að skrifa ræðu í gærkvöldi. Við hjálpuðum að við að skrifa hana á ensku, svo ætlaði hann að þýða hana á sænsku í skólanum í dag.
En þeir eru voða fegnir að þessu pólitíska verkefni sé að ljúka...alveg komið nóg ;)
På det sidste har drengene haft opgaver i skolen i forbindelse med valget her sidste weekend. Det har lavet opgaver og skrevet taler :)
Men de er glade over at dette snart er overstået - har fået nok af politik ;)



Helgin framundan og við stefnum á að eiga góða helgi, m.a. er okkur boðið í brunch á sunnudaginn hjá Ingileif frænku og fjölskyldu og þar verða einnig Málfríður frænka og fjölskylda. Við hlökkum mikið til.
Vi glæder os til weekenden, hvor vi bl.a. er inviteret til brunch hos min kusine som bor i nærheden af Kokkedal.

Thursday, 11 September 2014

Meira allskonar

Vikan er búin að vera ótrúlega ljúf.
Ugen har været rigtig dejlig.

Strákarnir koma heim úr skólanum og aðspurðir segja þeir undantekningarlaust að það hafi verið gaman í skólanum. Það er langt síðan ég hef upplifað slíkt hjá þeim. Báðir eru afar sáttir og ánægðir. Báðir upplifa mun meiri ró í bekkjunum sínum og mun meiri vinnufrið en þar sem þeir voru áður. Báðir kvörtuðu nefninlega yfir of miklu áreiti, of mikilli truflun í bekkjunum sínum áður.
Svo er bara að vona að það haldist ;)
Drengene kommer hjem fra skole og når de bliver spurgt så siger de hver gang at det har sjovt i skolen i dag. Det er længe siden jeg har oplevet dette hos dem. Begge to er virkelig tilfreds og lykkelige. Begge to oplever mere ro i klassen og meget mere arbejdsro end der hvor de var før. Begge to klagede nemlig over at der var for meget oro og forstyrrelser i sine gamle klasser. 
Jeg håber det bliver ved med at være sådan :)

Vinnan hjá mér er áfram afar skemmtileg. Vika 2 á deildinni - verð 5 vikur þarna, svo fer ég á einhverja aðra deild. Veit ekki enn hvert. En vá hvað það er mikill munur núna miðað við byrjun síðustu viku, þegar ég skildi harla fátt. Núna tala ég við bæði starfsfólk og sjúklinga að fyrra bragði - ekki reyna að forða mér undan augnsambandi af ótta við að eitthvað verði sagt við mig :D
Í viku 42 fer ég á 5 daga námskeið, man bara ekki alveg um hvað...held sjálfskaða.

Jeg synes stadig godt om arbejdet. Uge 2 i afdelingen - bliver der 5 uger, siden skal jeg videre til en anden afdeling. Ved ikke hvor, men det er inden for psykiatrien. Men hold op hvor er der stor forskel på sproget fra i sidste uge! 
I uge 42 skal jeg så på 5 dages kursus...kan bare ikke huske hvad det handler om, men tror det er selvskade.

Svo erum við mæðgin að "innleiða" eftirmiddagsgöngutúra. Það er svo gott að komast út að labba aðeins þegar við erum búin að vera inni í vinnunni og skólanum langan dag.
Og ekki má gleyma því að við erum með tennisvöll í bakgarðinum!
Så er vi begyndt at gå ture om eftermiddagen. Det er så dejligt at komme lidt ud når vi har været indedøre på skole og arbejde hele dagen.
Og så skal vi jo ikke glemme at vi har tennisbane i baghaven!


Bræðurnir að spila í kvöld :)
De 2 brødre her til aften :)

En nú er klukkan alveg að verða háttatími...
Men nu er det snart sengetid...

Ást og virðing.

Wednesday, 10 September 2014

Sjónvarp!

Ég ætla að flytja ykkur aldeilis tíðindi! Við erum svei mér þá komin með sjónvarp!!! Takk fyrir takk! Þetta er hluti af pakkanum sem við sóttum um hjá Tele2 15.ágúst síðast liðinn! Gleðin er í hámarki :) Nú verða sko sænskir þættir teknir í nefið!!!

Annað er ekki í fréttum í dag :D

Jeg har en meddelselse!!! Vi har fået tv!! Dette er en del af pakken vi bestilte hos Tele2 d. 15/8! Vi er lykkelige :) Nu skal vi til at se svensk tv!!! 

Andet var der ikke i dag :D

Ást og virðing.

Tuesday, 9 September 2014

allskonar

Nú held ég barasta að lífið sé að falla í fastar skorður - meira að segja kominn matseðill á ísskápinn. Það var reyndar þannig að ég trassaði það og það var eftirspurn eftir honum! Svo það er öruggt að fleiri en ég á þessu heimili vilja hafa hlutina "eins og þeir eiga að vera" :)
Nu tror jeg at vi er ved at komme rigtig ind i vores rutine - vi har nemlig fået vores menu på køleskabet. Det var faktisk sådan at jeg blev ved med at skubbe det...men der var andre der ville gerne en menu-plan igang igen :) Så jeg kan med sikkerhed sige at der er andre end jeg her i hjemmet som vi have tingene "som de skal være". :)

Svo kom bréf með póstinum í dag - rétt eftir að ég hringi í kúnna"service" hjá Tele2. Við skulum átta okkur á því að það er ekki einfalt að hringja í kúnna"service" því það þarf að ýta OFT á 1, 2, 3 og 4! Allt eftir erindinu.
En það mikilvæga er auðvitað það sem stóð í bréfinu - við fáum net 21.sept (sem reyndar er sunnudagur svo það kemur væntanlega ekki þá") og þá eru ekki nema litlar 5 vikur síðan við pöntuðum netið! Hröð þjónusta :D
Så fik jeg søreme et brev med posten i dag - lige efter jeg ringede til kundeservice hos Tele2. Bare så I ved det, så er det ikke helt enkelt at ringe til kundeservice fordi man skal trykke på 1, 2, 3 eller 4 - og så igen og igen på 1, 2, 3 eller 4 - alt efter hvorfor man ringer...
Men det vigtige var jo brevet - der siger at vi får bredbånd d. 21/9 (hvilket er en søndag, så det kommer jo nok ikke den dag) men så er der jo også kun gået nogle "små" 5 uger siden det blev bestilt!!!

Ég er komin með sænsk skilríki og gat loksins stofnað bankareikning í gær. En netbankann fæ ég ekki í gang fyrr en ég er komin með fyrstu launin inn - svo það þýðir enn eina heimsóknina í bankann. Mér fannst hlutirnir gerast hægt í Danmörku...en held svei mér að þeir gangi hægar hér :D Kannski er það frekar að við íslendingar erum bráðlát og mjög fljót að tileinka okkur allar nýjungar?
T.d. á ég að gera vaktaskýrsluna mína sjálf, eftir TimeCare. Það verð ég að gera í vinnunni, því ég kemst ekki inn á kerfið heima. Einar var með TimeCare frá 2006 og gat frá upphafi farið inn á kerfið heima. Jamm, held að við séum fjót að tileinka okkur allt nýtt.
Jeg har fået svensk id-kort og kunne endelig oprette en bankkonto i går. Men jeg får først adgang til netbanken før jeg har fået min første lønudbetaling. Så det betyder endnu et besøg i banken. Jeg syntes altid at tingene gik langsomt i Danmark, men jeg tror de går langsommere her. Måske er det mere at vi islændinge er hurtige at tilegne os nye ting og teknikker - og vi kan IKKE VENTE! 
Fx skal jeg lave mit eget vagtskema efter TimeCare. Dette kan jeg kun gøre når jeg er på arbejde, da jeg ikke kan komme ind på TimeCare hjemmefra. Einar lagde sine vagter selv efter TimeCare allerede i 2006 og han kunne logge ind hjemmefra. 

Annars er vinnutörn framundan, morgunvaktir næstu 3 daga, svo kvöldvaktir laugardag og sunnudag.  
...og núna er grjónagrauturinn í ofninum klár! 
I morgen starter så en vagteserie, dagvagt de næste 3 dage, siden aftenvagt lørdag og søndag.
...men nu er risengrøden klar i ovnen...så vi skal spise :)

Ást og virðing.

Sunday, 7 September 2014

Frábær helgi

Vikan síðasta var ótrúlega frábær, orkukrefjandi en lærdómsrík. Ég skildi svo miklu meiri sænsku á föstudaginn en ég gerði á mánudaginn. Magnað hvað þetta er fljótt að koma.
Strákarnir áttu báðir góða viku í skólanum og eru bara glaðir. Sænskan auðskiljanlegri með hverjum deginum og eins og Jón Ingvi segir; "Jag pratar lite svenska" og við tölum öll meira með hverjum deginum :) Eigum við að gefa okkur mánuð í viðbót?!!!! ;)
Den sidste uge har været herlig, den har krævet energi men har været lærerig. Jeg forstod så meget mere svensk i fredags end jeg gjorde i mandags. Vildt hvor hurtigt det kommer!
Drengene havde begge to en god uge i skolen og er glade. Det svenske bliver mere forståeligt for hver dag der går og som Jon siger; "Jag prater lite svenska" og vi kan alle sammen lidt mere for hver dag der går. Skal vi give os en måned til?!! ;)

Yndisleg helgi er að baki. Áslaug vinkona og Matti, sonur hennar, komu á föstudaginn og eru búin að dvelja hjá okkur um helgina. Vááááá hvað það er búið að vera dásamlegt.
Jón Ingvi og Matti fóru í sjóinn alla dagana og skemmtu sér konunglega saman.
Ljúfa líf, ljúfa líf :)
En skøn weekend er over. Min veninde Aslaug og hendes søn Matti kom i fredags og har været hos os i weekenden. Neeeeeeeej hvor var det herligt.
Jon og Matti var i vandet hver dag og havde det herligt.
Skønne, skønne liv :)

Jón Ingvi og Matti

Áslaug og ég

Jóhannes í eigin heimi á Espresso House :)
Jóhannes i egen verden på Espresso House :)

Ný vika framundan með allskonar tækifærum. Svo við erum bara sátt :)
Ny uge med masser af muligheder. Så vi har det "jättebra" :)

Ást og virðing

Thursday, 4 September 2014

Bless elsku Ragga

Elsku Ragga mín var jarðsett í gær. Ragga var 98 ára gömul þegar hún lést í síðustu viku.
Ég kynntist Röggu fljótlega eftir að ég flutti á Akranes, enda var hún gömul vinkona, og svilkona "ömmu" Báru (Bára var föðuramma Einars).
Milli okkar Röggu ríkti mikill vinskapur, og áttum við margar góðar stundir saman þar sem við spjölluðum um daginn og veginn sem og önnur mál sem lágu þyngra.
Síðasta skiptið sem ég hitti hana var daginn áður en við fluttum hingað til Svíþjóðar, þegar ég og Einar fórum að kveðja hana. Mér fannst erfitt að kveðja Röggu, það var svo líklegt að það yrði síðasta skiptið sem við hittumst - sem er orðin raunin.
Yndisleg kona er farin. Ég mun ávallt minnast Röggu með gleði og þakklæti.
Aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur.

Þessi mynd er tekin af okkur í vetur

Kort farvel til min veninde Ragga, som blev begravet i går. Ragga blev 98 år. En skøn kvinde som jeg kommer til at savne.


Wednesday, 3 September 2014

af vinnumálum - lidt om jobbet

Hæ elskurnar,
smá fréttir héðan úr Svíaríki.
Ég byrjaði að vinna á mánudaginn - og ég hef sjaldan verið jafn þreytt og eftir vakt 2 í gær! Gerði sem betur fer ráð fyrir þessari þreytu, ég veit að það tekur á að byrja í nýrri vinnu, hvað þá með nýju tungumáli.
Svo nú erum við öll þrjú meira og minna útkeyrð af þreytu og fórum t.d. í rúmin kl 21.30 í gær. Enda hringir vekjaraklukkan mín kl 5.45...
Vinnan er skemmtileg, að mörgu leiti mjög svipuð vinnunni á 32A, þar sem ég vann í 3 ár. Fyrir þá sem ekki hafa áttað sig á því, þá er ég sem sagt komin í geðið aftur :) Og það sem er líka afar skemmtilegt er að ég skil meira í dag en ég gerði í fyrradag!
Hæ skattebasser,
lidt nyt her fra Sverige.
Jeg begyndte på mit nye arbejde i mandags - og jeg har sjældent været så træt som jeg var i går! Jeg havde heldigvis regnet med at jeg ville blive træt, jeg ved det tager masser af energi at starte nyt sted...og endu mere når der også er tale om nyt sprog ;)
Så nu er vi alle tre godt træt og gik i seng i går kl 21.30. Mit vækkeur ringer jo også kl 5.45 når jeg skal i dagvagt...
Jeg synes godt om arbejdet - det ligner meget mit job i psykiatrien i Island. Det er en lignende afdeling. Og det der er endnu bedre er at jeg forstår mere svensk i dag end jeg gjorde i mandags!

Fyrsta vinnudaginn / Fra min første arbejdsdag

Ég fór á foreldrafund í gær í 8.bekk. Mér líst svakalega vel á skólann, og ég vona sannarlega að strákunum eigi eftir að líða vel þarna. So far so good :)
Jeg var til forældremøde i går i 8.klasse. Jeg synes meget godt om skolen, og jeg håber virkelig at drengene kommer til at trives der. So far so good :)

Á föstudaginn fáum við svo gesti frá Íslandi - við hlökkum mikið til :)
På fredag får vi gæster fra Island - vi glæder os rigtig meget :)

Ein gleðimynd tekin á leiðinni heim úr vinnunni áðan :)
Et billede taget i dag på vej hjem fra arbejde :)

Ást og friður