Thursday, 4 September 2014

Bless elsku Ragga

Elsku Ragga mín var jarðsett í gær. Ragga var 98 ára gömul þegar hún lést í síðustu viku.
Ég kynntist Röggu fljótlega eftir að ég flutti á Akranes, enda var hún gömul vinkona, og svilkona "ömmu" Báru (Bára var föðuramma Einars).
Milli okkar Röggu ríkti mikill vinskapur, og áttum við margar góðar stundir saman þar sem við spjölluðum um daginn og veginn sem og önnur mál sem lágu þyngra.
Síðasta skiptið sem ég hitti hana var daginn áður en við fluttum hingað til Svíþjóðar, þegar ég og Einar fórum að kveðja hana. Mér fannst erfitt að kveðja Röggu, það var svo líklegt að það yrði síðasta skiptið sem við hittumst - sem er orðin raunin.
Yndisleg kona er farin. Ég mun ávallt minnast Röggu með gleði og þakklæti.
Aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur.

Þessi mynd er tekin af okkur í vetur

Kort farvel til min veninde Ragga, som blev begravet i går. Ragga blev 98 år. En skøn kvinde som jeg kommer til at savne.


No comments:

Post a Comment