Sunday, 30 November 2014

Manchester

Nú er orðið talsvert langt síðan ég bloggaði síðast. Kannski ekkert þannig nýtt haft að segja - get varla endalaust sagt ykkur hversu dásamleg lífið er, hversu ánægð ég er í vinnunni og strákarnir í skólnum ;) Svo að á meðan ég skrifa ekki, þá er bara allt við það sama góða :)
It´s been a while since I last wrote something in here. Maybe because I haven´t had anything to say - I can hardly keep telling you how wonderful life is, how happy I am with my work and how great it goes for the boys at school :) So if I don´t write, everything is with the same good :)

Einhver ykkar (kannski þið öll) hafið fylgst með ferðum okkar á facebook. Síðasta vika var viðburðarík og ljómandi skemmtileg.
Miðvikudagurinn 19.nóvember rann upp og hafði verið beðið lengi eftir þeim degi! Bæði hér og í ákveðnu húsi á Akranesi!
Þetta var dagurinn sem Einar kom í 6 daga samveru með okkur hér.
Ég fór og tók á móti honum á Kastrup - það var mikil gleði við þessa endurfundi okkar :)
I guess some of you (maybe all of you) have seen on facebook what we have been up to. Last week was great, with lots of fun stuff!
Wednesday the 19th of November came, and it was the day we had been waiting for! Both us and this one guy in Akranes, Iceland!
This was the day that Einar came to spend 6 days with us. 
I went to Kastrup (Copenhagen airport) to meet him - and boy, o boy, we were happy to be together again :)



Daginn eftir þurfti ég reyndar að fara burtu með vinnunni í sólarhring - lét mig hafa það þó mér væri það eigi ljúft... Bæði þar sem Einar var hér aðeins í 6 daga en einnig vegna þess að ég er (eins og flestir sem mig þekkja vita...) ekki mikið fyrir svona vinnuferðir - eða almennt bara svona hópferðir. En þetta voru vinnudagar og svo dinner og kós til að hópurinn myndi kynnast. Bæði vegna þess að þetta er nýtt teymi en einnig vegna þess að við erum svona afleysingateymi og vinnum því ekki oft saman. Suma var ég að hitta í fyrsta skipti, aðra hef ég hitt á "deildar"fundi en annars. Svo þetta var auðvitað ágætt, þó ég hefði helst kosið að fara heim að vinnudegi loknum ;) 
Next day I had to take of for 24 hours with my work, I went even though I would rather have stayed at home... Because Einar was here but also because I´m not so found of trips like this... ;)
It was 2 half workdays, dinner and teambuilding. It wasn´t all that bad ;)

Anyway! 
Laugardagurinn rann upp - og þar sem ferðin sem beðið hafði verið eftir! Við skelltum okkur yfir til Danmerkur og flugum þaðan til Manchester! Aðal tilgangur ferðarinnar voru tónleikar með Bryan Adams, sem ég og Jón Ingvi fórum á á sunnudagskvöldið.
Anyway!
Saturday came - and so did the trip we had been waiting for! We took the ferry to Danmark, the train to the airport and a flight to Manchester! The main purpose of this trip was concert with Bryan Adams witch me and Jón Ingvi (our 14 years old son) went to Sunday night.




Stóra stundin runnin upp!
The big moment!

Við skoðuðum borgina og fórum meðal annars í Wheel of Manchester sem ég var nett að drulla í mig í....en slapp samt sem betur fer við það ;)
We went around and among other things we went on The Wheel of Manchester - I was about to do in my pants...thought of my friend Laura and the time we went in The Wheel of Plymouth back in 1992...


Skruppum aðeins í Primark...og ég meina AÐEINS!
We went to Primark...didn´t buy much but we bought 2 of these yellow ones I am wearing :)


Drukkum kaffi...Jón Ingvi fékk sinn fyrsta kaffibolla á kaffihúsi...
We drank coffee...Jón Ingvi got his first coffe at a coffehouse...


Fórum á fótboltasafnið...
We went to the footballmuseum...



 ...og á Old Trafford...
...and to Old Trafford...





 ...þar sem Jóhannes keypti sér þennan forláta kósí-Man.Utd.-galla :)
...and at the Megastore at Old Trafford Jóhannes bought this outfit :)


...og við áttum bara ljúfa daga saman...
...and we just had wonderful days together...


Við flugum svo aftur til Köben á þriðjudaginn, ég og strákarnir tókum lest og ferjum heim til Helsingborgar en Einar fór með flugi áfram til Íslands.
Thuesday came and we took the flight back to Copenhagen. Me and the boys took the train and the ferry back to Helsingborg - Einar took the next flight back to Iceland.

Dásamlegir dagar á enda. Sem betur fer er stutt í að hann komi aftur :)
Wonderful days were over, but it´s not so long till x-mas and then he is coming back :)

No comments:

Post a Comment