Saturday, 4 October 2014

Kveðja frá okkur - Lille hilsen fra os

Úff, nú er langt síðan ég bloggaði. En það hefur svo sem ekkert nýtt verið að frétta af okkur. Vinna, skóli, hvíla okkur og almennt bara njóta lífsins. Haustið er dásamlegt, 18° í dag og sól og það má segja að það hafi verið þannig að mestu. Okkur líkar það ekki illa.
Pyha, længe siden jeg har skrevet noget her! Men der har sådan set ikke været noget nyt af os. Arbejde, skole, hvile og siden bara nyde livet. Vi synes der er skønt.

Jóhannes byrjaði í fótbolta í vikunni og er alsæll. Sem er bara frábært. Hann æfir með KBK eða Kullavägens Bollklubb. Þar æfa 3 eða 4 aðrir strákar úr bekknum hans, sem er mjög gott.
Johannes er begyndt at gå til fodbold igen og er overlykkelig. Hvilket er skønt. Han går hos KBK eller Kullavägens Bollklubb. Der er 3 eller 4 andre drenge fra hans klasse, og det er rigtig godt.




Um síðustu helgi var ég að vinna og strákarnir "chilluðu" hér heima - Jóhannes þurfti sannarlega á hvíldarhelgi að halda og laugardaginn tók hann með trompi; klæddi sig ekkert þann daginn og náði að slaka vel á og hvíla sig. Sem var svoooo gott.
Það fer brjáluð orka í að einbeita sér allan daginn, alla daga.
Jóhannes sagði mér frá því í vikunni að hann hafi verið að horfa á myndband á youtube í frímínútum og ég byrjaði strax; "HA! Varstu í símanum þínum í frímínútum??!!!! Þú átt að vera með hinum krökkunum...!!!" Svo hikaði ég og sagði svo; "Æj, sorrý með þetta. Ég skil þig vel, ég sest oft bara út í horn í hádeginu og fer á facebook í símanum. Þegar maður er að einbeita sér ALLAN DAGINN þá þarf maður bara stundum á því að halda að "slökkva" á heilanum í smá stund og bara vera í friði."
Það er bara þannig! Það á ekki að vera í símaum í öllum frímínútum og hádegishléum og einangra sig, en stundum þarf maður bara á því að halda.
Sidste weekend var jeg på arbejde og drengene havde en rigtig hygge-afslapningsweekend. Johannes havde virkelig behov for det og han nyd det rigtig meget. Hele lørdagen lå han inde i vores seng med computeren og så på youtube. Uden at tage tøj på denne dag. Det var en velfortjent afslapningsdag.
Der går jo masser af energi til at skulle koncentrere sig hele dagen, alle dage.
Her i løbet af ugen fortalte Johannes mig om en video han havde set på youtube i et frikvarter. Jeg begyndte med det samme; "WHAT?!!!! Var du på youtube i din telefon i frikvarteret?!!!!!" Jeg tænkte mig om et øjeblik og sagde siden; "Sorry... Jeg forstår dig godt. Nogle gange sætter jeg mig i et hjørne når jeg har forkostpause og er på facebook i min telefon. Når man skal koncentrere sig HELE DAGEN så har man nogle gange bare behov for at "slukke" for hjernen, koble sig helt fra og bare være i fred." 
Sådan er det altså! Man skal jo ikke være på nettet i telefonen i hvert frikvarter eller frokostpause og isolere sig, men nogle gange er det bare lige det man har brug for.

Í dag skelltum við okkur til Græsted. Löngu planaður dagur með Tinnu vinkonu og fjölskyldu. Frábær dagur - og við komum öll nýklippt heim :)
Best að halda því til að haga að maðurinn minn elskulegi hoppaði ekki af gleði! Honum finnst ekki nýja hárið mitt flott - en hallóóóóó - hann er nú sjálfur sköllóttur!!! :D hahahaha
I dag var vi på en længe planlagt besøg hos min veninde Tinna og hendes familie i Græsted. En skøn dag - og vi kom alle hjem igen med "nyt" hår.
Det skal siges at min man ikke blev særlig glad...han synes ikke godt om mit nye hår - men hallooooo, han er jo skaldet så han kan jo bare lukke r.....!!! :D  thihihihi



Fórum meðal annars í labbitúr í búðina - það þurfti nú að versla "ostehapse"! Komum svo aðeins við á leikskólanum þar sem strákarnir, og Ida dóttir Tinnu, voru. Það var mikil nostalgía í gangi, og þau voru öll að njóta sín í tætlur. Það vöknuðu líka upp ljúfar minningar hjá okkur vinkonunum :)
Those were the days my friend :)
Vi var bl.a. ude at gå en tur - op til købmanden. Vi skal jo altid have ostehapse med hjem fra Danmark ;) Siden var vi lige en tur forbi børnehaven, hvor drengene og Ida (Tinna og Kim´s datter) gik. Der var kæmpe nostalgi hos ungerne, som nød det rigtig meget. Dejlige minder fra Ramsager-tiden :)
Those were the days my friend :)





Núna erum við komin heim en á morgun ætlum við aftur til Danmerkur - í þetta skiptið að heimsækja Pippi og Kåre. Hugsið ykkur hvað við erum lánsöm :) Við eigum svo marga vini handan við sundið - náum vonandi fyrr en síðar að hitta alla :)  ljúfa líf, ljúfa líf.
Nu er vi så hjemme igen - men vi skal til Danmark igen imorgen og besøge Pippi og Kåre. Tænk hvor heldige vi er :) Vi har så mange side på den anden side af Øresund - forhåbenlig når vi at se dem allesammen snart :) 

OVER AND OUT for now :)

No comments:

Post a Comment