Friday, 15 May 2015

15. maí 1999 og 2004

Í dag eru 16 ár síðan ég og Einar sögðum já við hvort annað hjá bæjarstjóranum í Helsinge í Danmörku, með Maríu systir sem vitni.

Á undan voru stormasöm ár, en við vorum viss - við vildum hvort annað!

Today it is 16 years since me and Einar said yes to each other at the cityhall in Helsinge in Denmark, with my sister Maria as our vitness :) 

It had been stormy years before that, but we were sure - we wanted to be together! 


Árið 2004 bar 15.maí aftur upp á laugardag og við ákváðum að gera það sem alltaf var ætlunin; að staðfesta þessa ákvörðun okkar í viðurvist fjölskyldu og vina, og fá blessun kirkjunnar á hjónaband okkar.

In 2004 may 15th was on a Saturday again and we decided to do what we always ment to do; confirm our marriage in front of family and friends, get Gods blessing on our marriage.

Við fengum ljóð í gjöf frá tveimur systrum mínum og mömmu þeirra og þar kemur m.a.; 

"Þarna stigu Einar og Sigrún sælusporið
og sameinuð af guði þau leiðast út í vorið.
Vígslna hjá dómara fengur reyndar forðum
en festa hana nú í sessi með biblíunnar orðum."

This day we got a poem from two of my sisters and their mother, and here is a part from it (I´ll try to translate...):

"There Einar and Sigrún took the "happystep"
and united by God they go hand in hand towards the spring.
In fact they got married at cityhall before
but confirm it now with the bibles words.

Við buðum því til veislu og úr varð mikill gleðidagur.
Við vorum í raun með eitt plan, það var að athöfnin skyldi fara fram utandyra, við varðeld - svo var bara að vonast eftir góðu veðri! 
Við fengum leyfi til að kveikja varðeld á skátalóðinni í Græsted, þar sem við bjuggum. Við fengum lánað stórt grill (man alls ekki hvar) og svo var allt vel skipulagt. 
Daginn fyrir stóra daginn datt reyndar kokkur í það...en með hjálp fjölskyldu og góðra vina þá var þessu bara reddað. Dagurinn varð eins og við höfðum óskað okkar.

We invited therefore people to a party! And it was a HAPPYday :)
We had one plan, it was that we wanted the ceremony to be outside, with open fire - so we had to wish for a nice weather!
We got permission to light a fire outside the scouthouse in Græsted (the town we lived in, in Denmark). Everything was well organized....but the day before the big day the chef got drunk...and beeing an alcoholic...need I say more ;) But with good help from family and friends everything worked out. And our big day was perfect.

Við vöknuðum þennan dag snemma, og fórum út og skokkuðum nokkra kílómetra í SVARTA þoku og rigningarúða...úff...og athöfnin átti að vera utandyra!
Ég fór í greiðslu og þegar ég labbaði út af hárgreiðslustofunni um hádegisbil byrjaði að rigna...ó shit....ekkert plan B og salurinn var fullur af borðum...en þetta mun reddast :)

Kl 14 var settur tími og það var eins og við manninn mælt - ský dró frá sólu er gestina tóku að streyma að og það var rjómablíða það sem eftir lifði dags. 

Mér var eitt sinn bent á að veðrið þennan dag hafi verið í samræmi við samband okkar Einars. Fyrstu árin var skýjað og veðrasamt en svo dró sannarlega ský frá sólu í sambandinu og má segja að það hafi verið logn og sól núna í mörg ár :)

Svo ég vitni aftur í ljóðið sem við fengum; 

"Þau vita reyndar bæði að gæfan, hún er garður,
ef garðurinn er ræktaður þá verður mikill arður.
Æðruleysisbænina þau æfa á hverjum degi,
og ætíð verður guðs orð ljós á þeirra vegi."

Dagurinn var í alla staði dásamlegur og við eigum vonandi eftir að endurtaka leikinn aftur í framtíðinni :)

Me and Einar woke up early on May 15th and went out for a few km run, in such a foggy weather that it was almost like being blind...shit, the ceremony was supposed to be outside...!
I went to get my hair done and when I got out from the hairdresser it started raining...shit...no plan B...but hopefully it will be ok... :)

At 2 o´clock in the afternoon the guests started arriving and the sun came out - and we had a warm sunny day for the rest of the day and night!

A friend once pointed out to me that the weather that day was in fact like our live together had been. The first years we had together were foggy, rainy and yes, stormy! But then the sun came out, and it has been sunny ever since.

And more from the poem (not easy to translate...):

"Actually they both know that the happiness, is like a garden;
you reap as you sow.
The serenity prayer the practice everyday
and gods word will be their light every day."

The day was just so wonderful and hopefully we will do it over again one day :)

 








Sunday, 12 April 2015

Copenhagen

Dásamlega helgarfrí.

Helgarnar byrja yfirleitt á sama hátt hér, með föstudagspizzu og bíómynd meðan við njótum þess að vera saman og vera í fríi. Dásamlegt alveg. Enda finnst mér alveg glatað að vinna á föstudagskvöldum (gerist sem betur fer ekki oft).
Þetta föstudagskvöld voru við bara tvö, ég og Jóhannes. Einar fór til Danmerkur á fund og Jón Ingvi rétt kom heim og gleypti í sig og fór svo út aftur. Hann sést ekki mikið heima þessa dagana/vikurnar, er úti með vinum sínum "að gera ekkert".
Our weekends usually start the same, with homemade pizza wich we eat in front of the tv while watching a movie, enjoying each others company and enjoying that is´s weekend. Just love it! That is why I don´t like when I have to work fridaynight (and I am happy that I almost never work fridaynights). 
This fridaynight it was just me and Johannes. Einar went to Danmark for a meeting and Jon Ingvi came home, ate very quickly and went out again. He is out all the time, with his friends, "doing nothing" :)

Svo kom laugardagur. Við hjónin skruppum í hjólatúr - sem hafði ákveðinn tilgang. Einar hafði fundið golfverslun í hinum enda bæjarins og við ákváðum að kíkja á hana. Þar var alls konar skemmtilegt, að sjálfsögðu. Ég fann t.d. hvernig pils mig langar í...því ég geri ekki ráð fyrir að það verði síðbuxna- og regnfataveður á golfvellinum í sumar - enda nenni ég ekki að spila í svoleiðis ;)
Then came Saturday. Me and Einar went out on our bikes - and the ride had a purpose! Einar had found a golfshop i the other end of town, so we decided to have a look! They had all kinds of "stuff" that we might have to get...! I found a skirt that I want to buy...I don´t think that my long pants and raincoat will be necessary this summer - not as I play golf when it is rainy and cold anyway ;)

Eftir hjólatúrinn og tennisæfingu hjá Jóhannesi (hann æfir tennis tvisvar í viku) gerðum við okkur klár fyrir ferð til Köben. Það er alltaf gaman að koma til Köben. Við röltum um og það var dásamlegt veður. Fórum m.a. upp í "Det Rundetårn"
After the ride and when Johannes came home from tennis (he goes to tennis twice a week) we got ready and went to Copenhagen. It is always fun to be in Copenhagen. We walked around and enjoyed being out in the wonderful spring-weather. Among other things we went up into "Det Rundetårn". 

  
Það þarf að kyssast á "Kyssebænken"!!
You have to kiss when sitting on the "Kyssebænk" (Kissing bench)!!


Ótrúlega gaman að koma þarna upp og sjá yfir borgina. Sáum næstum því alla leiðina heim :D haha
It was really fun to get up there and see the city from up there. We almost saw Helsingborg from up there :D hahaha


Jóhannes hafði skoðað á netinu hvað væri hægt að gera í Köben og hafði fundið veitingastað sem heitir "Sporvejen". Við fórum þangað og borðuðum. Staðurinn er á Gråbrødretorv, rétt við Strikið. Ótrúlega skemmtilegur staður, sem er innréttaður eins og gamall sporvagn. Ansi þröngt, en skemmtilegt og mjög góðir hamborgarar.
Johannes had been online before we went to Cph, to se what to do in Copenhagen. He had found a restaurant called "Sporvejen" (The tramway). A really fun place, furnished as an old tram. Not much space, but nice and really gooooood hamburgers :)

  

Aldeilis skemmtilegur dagur, svo gaman að vera saman - og hafa unglinginn með líka :) Enduðum svo daginn á skemmtilegri samveru með allskonar fólki og vorum ekki komin heim fyrr en rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Langur dagur en góður. Svo í dag eru allir þreyttir og bara almenn slökun í gangi.
It was a real nice day, so much fun to do stuff together - and great to have the teenager with us to :) The last part of this day we spent with lots of people, real fun evening and we didn´t get home until almost one o´clock. A long day but a good one! 
So today we are tired, but happy and will stay home and take it easy :)

Lífið er ljúft :)  
Life is good :)

Með kærleika og virðingu / With love and respect
Sigrún.

Sunday, 5 April 2015

páskafrííííí

Góðan daginn, kæru lesendur! Og GLEÐILEGA PÁSKA.
Ég er að hugsa um að skrifa það sem ég ætlaði mér að skrifa í gær, en kom ekki að þar sem það var svo margt annað sem vildi greinilega komast að fyrir. Það er svo skrítið, en stundum sest ég niður til að skrifa eitthvað að svo bara hamra puttarnir eitthvað allt annað og bara þjóta áfram. Mamma sagði einu sinni að ég ætti að vera rithöfundur, því ég á svo auðvelt með að skrifa og geri það víst skemmtilega líka. En ég gæti, held ég, ekki skrifað annað en eitthvað raunverulegt...og ég get ekki endalaust skrifað sögur í eigin lífi...eða hvað?! :)

Anyway. Eins og ég kom aðeins inn á í gær, að þá er komið vor hér á Skáni. Ekkert orðið neitt sólbaðsveður (ég svo sem fer aldrei í sólbað hvort eð er), en þið vitið, svona veður sem er erfitt að átta sig á hvernig maður á að klæða sig. Eina stundina alltof heitt fyrir peysu og þá næstu kemur köld vorgolan og peysa og vindjakki...og buff eða húfa er nauðsyn.
Við erum að bíða eftir að byggingarleyfi fáist, þá getum við pantað glerjun á svalirnar. Það verður æði að fá útistofu, það mun stækka stofuna og lengir notkunartíma svalanna talsvert mikið. Svo við vonum að það komi sem fyrst. Glerið er svo hægt að opna þannig að það verður líka hægt að nota svalirnar á heitum sumardögum.

Við erum að njóta þess að vera í páskafríi. Ég átti reyndar ekki að vera í fríi, en var svo heppin að það sárvantaði hjúkrunarfræðing á eina deildina um síðustu helgi, og þar sem ég er eini hjúkrunarfræðingurinn í teyminu "mínu" (eða eins og einhver sagði; "Ég ER teymið" :) haha) að þá auðvitað reddaði ég málunum. En ekki alveg óeigingjarnt, því ég var ekki til í að vinna 3 helgar í röð og sagðist myndu taka þá helgi í skiptum fyrir þessa. Svo ég endaði með 4ra daga páskafrí í staðinn fyrir að eiga bara frí á 2. páskadag :) Góð skipti fannst mér.
Veðrið hefur svo leikið við okkur og við fórum öll fjögur í golf í fyrradag. Fyrstu 9 holurnar mínar þetta árið og sennilega ekki þær síðustu. Það var virkilega gaman að koma út á golfvöll og slá einstaka gott högg og heilan helling af arfaslökum höggum. Ég lét það ekki hafa áhrif á góða skapið - enda hef ég varla spilað síðan sumarið 2012! Það sumar spilaði ég mjög mikið, enda gott veður. Svo ég taki mér orð gamallar vinkonu minnar í munn, að þá er ég enginn vosbúðar-golfari, og þess vegna spilaði ég sama og ekkert 2013 og ég held einu sinni 9 holur á Akranesi í fyrra og einu sinni 9 á Norðfirði.
 
 
 
Dásamlegur föstudaginn langi en það blés samt aðeins of mikið á sumum holum þennan dag. En þá er vert að minna sig á að apríl er bara rétt að byrja :) Framhaldið lofar góðu.
 
Hér er verið að ganga frá - við fengum 3 skápa og þurfum því ekki að dröslast með græjurnar fram og tilbaka í strætó í hvert sinn.

Í gær var líka gott veður og við ákváðum að fara í "Góða hirðinn" hér í bæ, sem heitir "Erikshjälpen". Alltaf gaman að skoða smá...og það var sko ekki ætlunin að versla neitt nema kannski smotterí svo við tókum með okkur bakpoka.
Fyrsta viðkoma var þó hér í næstu götu að kíkja á eitt stykki hjól sem við vorum búin að sjá á blocket (sem er svona síða eins og bland). Það er skemmst frá því að segja að við versluðum hjólið af konunni og nú er ég líka orðinn hamingjusamur hjólaeigandi!


Ekki amalegt :) Svo við hjónin skelltum okkur upp á hjólhestana og æddum af stað. Erikshjälpen var ekki leiðinlegur staður! Við enduðum á - eða reyndar ekki...við BYRJUÐUM á að versla okkur sjónvarpsskáp! Nánast það fyrsta sem við sáum þegar við komum inn og hann var svo fullkominn fyrir stofuna okkar og í þeim stíl sem við höfðum hugsað okkur. Við vorum búin að hugsa okkur að versla skápa í Ikea og gera eins og Valtýr mágur minn og Hulda svilkona mín og frænka gerðu, gera okkar eigin úr eldhússkápum (þeirra er geðveikt flottur sko!). En þarna duttum við um þennan flotta skáp og spöruðum okkur í leiðinni nokkra sænska þúsundkalla - það var ekki verra!

Við enduðum á að hjóla rúmlega 10 km, og ég verð að segja að lærvöðvarnir á mér voru orðnir ansi slappir í restina...enda langt síðan ég hef hjólað. Reiknaði satt að segja með að vera með harðsperrur í dag, en svo er ekki (sem betur fer!).

Einar byrjaði svo páskadaginn frekar snemma og skellti sér fyrstu 18 holur tímabilsins! Fékk sér pylsu eftir 9 og naut lífsins...


...á meðan við hin sváfum á okkar græna...   Unglingurinn reyndar vaknaði "snemma" eða um kl 11, sennilega páskaeggsfíknin sem vakti hann :) Takk amma Sigga Bára fyrir sendinguna :)

Ég og Jóhannes skelltum okkur út í tennis áður en við köstuðum okkur í sælgætisát! 

Svo er nautasteik (ekkert páskalamb hér) í kvöld, algjör sæla. Einn frídagur eftir og við erum að hugsa um að hjóla eitthvað út í buskann. Dásemdarlíf sem þetta er - ég elska frí :)

Ást og virðing, 
Sigrún.

Saturday, 4 April 2015

vor og alls konar gleði

Það sem ég saknaði allra mest þessi 8 ár sem við bjuggum á Íslandi (2006-2014) var danska vorið Þegar síðvetrar/vor-blómin fara að koma upp í febrúar/mars, og minnir svo hressilega á að veturinn taki enda og vorið sé á leiðinni.
Svo það má segja að ég sé alveg að njóta þess að upplifa vorið hér á Skáni, enda ekki langt frá danska vorinu hérna hinu megin við sundið. 

  
Hversu mikil staðfesting á lífinu er þetta? Allt lifnar við og "Vér göngum mót hækkandi sól, sól, sól..." (Skólaljóðin standa fyrir sínu ;)

Ég veit ekki, ég var einmitt að segja Ólöfu Ósk frá því áðan að sennilega er ég ekki svo mikill íslendingur. Ég sakanði Danmerkur mun meira árin 8 á Íslandi, en ég saknaði Íslands árin 9 í Danmörku. Tilfinninguna "ég er komin heim" hef ég í raun hvergi fengið nema í Græsted hingað til. 
Mér finnst æði að koma á Norðfjörð, þar sem ég er uppalin og stór hluti af fjölskyldunni minni býr, en ég er ekki "komin heim" þar. Ég hef aldrei haft þessa tilfinningu þegar kemur að Akranesi, og ekki Reykjavík heldur. Nei, ég held að það megi segja að ég sé "Græsted-ingur" - þó að auðvitað sé ég Norðfirðingur! :)  Og ég elska að sjá fallegar myndir úr firðinum fagra og þreytist aldrei á að "þræta" við Jonna vin minn og Seyðfirðing, hvaða fjörður sé "fjörðurinn fagri". Þarf varla að taka fram að við erum afar ósammála :)

Nóg um það!

Ég hef ekki skrifað neitt hér síðan í nóvember, svo það var tími til kominn. Þó svo að þið sem fylgist með okkur á facebook vitið svo sem mikið af því sem gengur og gerist í okkar lífi hér.

Einar flutti til okkar 11.febrúar og það var löngu tímabært og afar kærkomið. Það skal samt viðurkennast að við þurftum að venjast því. Einari leið að vissu leiti eins og hann væri gestur fyrstu vikurnar. Við vorum auðvitað búin að skapa okkar rútínur og reglur hér og hann þurfti að læra inn á þetta og koma sér að og kannski skapa sér pláss. Ég þurfti líka að venjast því að hann væri hér, að gefa honum pláss. Og ég þurfti líka að venjast því að maðurinn andar - og það íka á nóttinni! En þetta hafðist allt og nú er lífið löngu fallið í fastar skorður. Og virkilega dásamlegt að vera sameinuð á ný. Fjarbúð er ekki eitthvað sem við munum sækjast eftir í framtíðinni - sambúð er mun skemmtilegri og betri - finnst okkur.

þessi er tekin daginn eftir að Einar flutti til okkar

Fljótlega eftir að Einar flutti byrjaði hann að vinna. Vinnuna var hann búinn að fá, fékk svar 2 dögum fyrir jól - ekki slæm jólagjöf :) Hann er að vinna hjá íslenskum rafvirkja sem er með lítið fyrirtæki hér í Helsingborg, stutt að fara, ca 5 mín á hjóli. Hann er mjög ánægður í vinnunni. 

...svo ánægður að hann tekur vinnuna stundum með sér heim :) 


Jóhannes er alveg að massa sænskuna, við fórum á foreldrafund um daginn og eftir fundinn kallaði sænskukennarinn á okkur. Hún sagði okkur að hann væri að standa sig ótrúlega vel og væri búinn að ná frábærum tökum á málinu eftir ekki lengri tíma en raun ber vitni. Til að ná viðmiðum þarf að ná 3 en hann er með 5+ (allt annað einkunnakerfi hér sem við erum smám saman að fatta hvernig virkar, líka bókstafir og já, úff...ansi flókið þegar maður er vanur 0-10). Fyrir nokkrum vikum fékk hann þessi skilaboð frá þessum sama kennara:


Duglegi drengurinn okkar :

Jón Ingvi er líka að standa sig mjög vel, en hann er orðinn afar skólaþreyttur og sér í raun lítinn tilgang með þessari skólagöngu. Enda ætlar hann að meika það hressilega í múkíkinni, svo stærðfræði og annað slíkt þykir honum afar mikil tímasóun. Þrátt fyrir það þá fær hann bestu meðmæli frá kennaranum sínum. Núna í vor er verknámsvika hjá honum. Nemendur eiga sjálfir að finna sér stað fyrir þessa viku og við mæðgin röltum í bæinn um daginn. Fórum inn í hljómfæraverslun og spurðumst fyrir þar. Og þar fékk hann pláss á staðnum. Barasta frábært. 
Reyndar segist hann vilja skipta um skóla, fara þangað sem er meiri tónlist, svo við munum kíkja á það með honum. Vonandi er hægt að skipta um skóla þó bara sé einn vetur eftir.

(Við vorum sko að fatta að þar sem hann á bara einn vetur eftir þá eru bara 4 vetur eftir sem við eigum barn í grunnskóla...en við skulum nú ekki fara fram úr okkar...það eru þó 4 ár!)

Eigum við svo eitthvað að ræða vinnuna mína? Ég er alltaf jafn ánægð. Vissulega mis-ánægð eftir hvaða deild ég er á, en alltaf ánægð þó. Ákvað að stíga út fyrir hægindahringinn minn um daginn - hugandi til fyrrverandi yfirmanns míns á Höfða, Helgu Atla, sem var dugleg að ýta mér út fyrir og hvatti mig endalaust. Yfirmaðurinn minn kom nefninlega til mín og spurði mig hvort ég vildi taka að mér að vera skyndihjálparleiðbeinandi á "deildinni" (frekar er þetta hópur) okkar. Mín fyrstu viðbrögð (í hausnum á mér...) voru að hugsa "shit NEI!!! Glætan, kenna/leiðbeina á sænsku, get það AAAALDREI". En svo ákvað ég að stökkva út fyrir hægindahringinn og stíga hressilega inn í óttann minn og sagði; "Já, ég er til í það". Hún sagði mér að ég yrði frábær leiðbeinandi! Shit...ég er alveg kvíðin yfir þessu, en ég veit ég get það.
Ég er afar þakklát fyrir að hafa, bæði núna og undanfarin ár, verið svo lánsöm að vera með yfirmenn sem trúa á mig og ýta við mér þangað sem ég þori varla sjálf. Hversu frábært er það?!!


stuð á lyfjaherberginu :)

Shit hvað ég held að þið séuð að gefast upp á mér núna...orðið ansi langt blogg... Ætlaði að segja ykkur meira...en stefni bara á að gera það á morgun! Annars nennir enginn að lesa ;)

Ást og virðing,
Sigrún.

Sunday, 30 November 2014

Manchester

Nú er orðið talsvert langt síðan ég bloggaði síðast. Kannski ekkert þannig nýtt haft að segja - get varla endalaust sagt ykkur hversu dásamleg lífið er, hversu ánægð ég er í vinnunni og strákarnir í skólnum ;) Svo að á meðan ég skrifa ekki, þá er bara allt við það sama góða :)
It´s been a while since I last wrote something in here. Maybe because I haven´t had anything to say - I can hardly keep telling you how wonderful life is, how happy I am with my work and how great it goes for the boys at school :) So if I don´t write, everything is with the same good :)

Einhver ykkar (kannski þið öll) hafið fylgst með ferðum okkar á facebook. Síðasta vika var viðburðarík og ljómandi skemmtileg.
Miðvikudagurinn 19.nóvember rann upp og hafði verið beðið lengi eftir þeim degi! Bæði hér og í ákveðnu húsi á Akranesi!
Þetta var dagurinn sem Einar kom í 6 daga samveru með okkur hér.
Ég fór og tók á móti honum á Kastrup - það var mikil gleði við þessa endurfundi okkar :)
I guess some of you (maybe all of you) have seen on facebook what we have been up to. Last week was great, with lots of fun stuff!
Wednesday the 19th of November came, and it was the day we had been waiting for! Both us and this one guy in Akranes, Iceland!
This was the day that Einar came to spend 6 days with us. 
I went to Kastrup (Copenhagen airport) to meet him - and boy, o boy, we were happy to be together again :)



Daginn eftir þurfti ég reyndar að fara burtu með vinnunni í sólarhring - lét mig hafa það þó mér væri það eigi ljúft... Bæði þar sem Einar var hér aðeins í 6 daga en einnig vegna þess að ég er (eins og flestir sem mig þekkja vita...) ekki mikið fyrir svona vinnuferðir - eða almennt bara svona hópferðir. En þetta voru vinnudagar og svo dinner og kós til að hópurinn myndi kynnast. Bæði vegna þess að þetta er nýtt teymi en einnig vegna þess að við erum svona afleysingateymi og vinnum því ekki oft saman. Suma var ég að hitta í fyrsta skipti, aðra hef ég hitt á "deildar"fundi en annars. Svo þetta var auðvitað ágætt, þó ég hefði helst kosið að fara heim að vinnudegi loknum ;) 
Next day I had to take of for 24 hours with my work, I went even though I would rather have stayed at home... Because Einar was here but also because I´m not so found of trips like this... ;)
It was 2 half workdays, dinner and teambuilding. It wasn´t all that bad ;)

Anyway! 
Laugardagurinn rann upp - og þar sem ferðin sem beðið hafði verið eftir! Við skelltum okkur yfir til Danmerkur og flugum þaðan til Manchester! Aðal tilgangur ferðarinnar voru tónleikar með Bryan Adams, sem ég og Jón Ingvi fórum á á sunnudagskvöldið.
Anyway!
Saturday came - and so did the trip we had been waiting for! We took the ferry to Danmark, the train to the airport and a flight to Manchester! The main purpose of this trip was concert with Bryan Adams witch me and Jón Ingvi (our 14 years old son) went to Sunday night.




Stóra stundin runnin upp!
The big moment!

Við skoðuðum borgina og fórum meðal annars í Wheel of Manchester sem ég var nett að drulla í mig í....en slapp samt sem betur fer við það ;)
We went around and among other things we went on The Wheel of Manchester - I was about to do in my pants...thought of my friend Laura and the time we went in The Wheel of Plymouth back in 1992...


Skruppum aðeins í Primark...og ég meina AÐEINS!
We went to Primark...didn´t buy much but we bought 2 of these yellow ones I am wearing :)


Drukkum kaffi...Jón Ingvi fékk sinn fyrsta kaffibolla á kaffihúsi...
We drank coffee...Jón Ingvi got his first coffe at a coffehouse...


Fórum á fótboltasafnið...
We went to the footballmuseum...



 ...og á Old Trafford...
...and to Old Trafford...





 ...þar sem Jóhannes keypti sér þennan forláta kósí-Man.Utd.-galla :)
...and at the Megastore at Old Trafford Jóhannes bought this outfit :)


...og við áttum bara ljúfa daga saman...
...and we just had wonderful days together...


Við flugum svo aftur til Köben á þriðjudaginn, ég og strákarnir tókum lest og ferjum heim til Helsingborgar en Einar fór með flugi áfram til Íslands.
Thuesday came and we took the flight back to Copenhagen. Me and the boys took the train and the ferry back to Helsingborg - Einar took the next flight back to Iceland.

Dásamlegir dagar á enda. Sem betur fer er stutt í að hann komi aftur :)
Wonderful days were over, but it´s not so long till x-mas and then he is coming back :)

Sunday, 2 November 2014

haustfrí og gleði

Dásamleg 3ja daga helgi að baki. Stákarnir voru í haustfríi síðustu viku, Þeir nutu sín í afslöppun eftir haust sem hefur tekið mikla orku. 
Á föstudaginn var ég svo í fríi með þeim og við fórum til Kóngsins Köben og skelltum okkur á Heimsmetasafnið. En þangað hefur Jóhannes lengi langað.

A wonderful 3-day-weekend almost over. The boys had autumn break the whole week. They really enjoyed relaxing at home, after 2 months at school. These 2 months have taking a lot of energy, with new language and everything new. So it was well-deserved break.
Then Friday it was my day off, and we went to Copenhagen, and went to the Guinness World Records Museum. Johannes has wanted to go there for quite some time now.


On the boat to Denmark

World tallest man









Þegar við fórum heim fengum við svo góða gesti með okkur. Við mæltum okkur mót á Nørreport og tókum svo lestina og bátinn heim. Þessir gestir voru Hrafnhildur, æskuvinkona mín, og strákurinn hennar hann Patrekur. Þau voru svo hjá okkur yfir helgina og áttum við dásamlegar stundir saman. Það var mikið spjallað, bæði nýtt og gamalt, rölt í bæinn, eldaður góður matur, Jóhannes bakaði belgískar vöfflur og við bara nutum okkar í botn. Spiluðum meira að segja (sem við hér gerum lítið af), lærðum Sequence og hvaðeina! Dásamleg helgi. 
Svo nú held ég að við séum bara nokkuð til í nýja viku :)
Teljum niður þessa dagana þar til Einar kemur en hann kemur 19.nóv - sem er eftir 2 vikur og 3 daga!!! Þá verður sko gleði í kotinu.

When we went back home we were so lucky to get my friend Hrafnhildur and her son, Patrekur, with us home. Hrafnhildur and I have been friends since we were 11 or 12. They live in Copenhagen and when we lived in Denmark we got to renew our friendship, as we had lost track of each other for quite some years.
We had a wonderful weekend. Talked alot, about new and some old stuff. Took a walk downtown, made good dinner, Johannes baked Belgian waffles and we just enjoyed the weekend. We even learned how to play Sequence!  What a joyful weekend.
Now I think we are all ready for a new week with new challenges. 
And we are counting the days until Einar comes! He will arrive on the 19. so 2 weeks and 3 days today!!