Saturday, 30 August 2014

smá svona af okkur

Þá er næst síðasti dagurinn minn í sumarfríinu langa í dag! Ég hlakka mikið til að takast á við ný verkefni á nýjum vettvangi - það erfiðasta verður klárlega að koma sér vel inn í tungumálið, en ég veit að það verður fljótt að koma. Margt skil ég vel, t.d. fékk ég símtal í gær á sænsku og það gekk bara ljómandi vel :)
Fyrstu 5 vikurnar verð ég á sömu deildinni, deild þar sem eru aðalllega fólk með þunglyndi og persónuleikaröskun. Fínt að geyma maníu og geðrof þar til ég skil meira...! Ég fæ góða aðlögun og verð mest með einum hjúkrunarfræðing, en þar sem hún vinnur ekki fulla vinnu þá verð ég einhverja daga með öðrum. Mér er sagt að ég sé heppin að vera með þessari ákveðnu konu, hún sé æði. Ég treysti að það sé rétt :)
Nu er ferien næsten slut hos mig! Jeg glæder mig til nye opgaver på en nyt arbejde. Det bliver nok mest hårdt at lære sproget ordenligt, men jeg ved det kommer hurtigt. Jeg forstår allerede en hel del - fik fx et tlf.opkald i går, han snakkede svensk, jeg snakkede dansk og det gik glimrende :)
Mere om arbejdet. De første 5 uger skal jeg være på en afdeling, hvor der er hovedsageligt mennesker der lider af depression og personlighedsforstyrrelser. Det er ok at gemme mani og psykose indtil jeg har styr på sporget...! Jeg får god tid til at sætte mig ind i arbejdet og skal gå sammen med én sygeplejerske det meste af tiden, men hun arbejder ikke fuldtid så jeg kommer til at gå sammen med flere når hun ikke er der. Jeg har fået at vide at hende jeg skal gå sammen med, er en skøn sygeplejerske, så det er jo bare super!

Vikan hefur liðið án stórra viðburða. Reyndar fengum við fólk í kaffi á þriðjudaginn og það var mjög gaman. Það voru Begga og börnin og tengdaforeldrar Beggu, fyrrum samstarfsfólk mitt af Höfðanum, Sigrún Valgarðs og Maggi. Ekki amalegur félagsskapur.
Denne uge er gået uden de store begivenheder. Jo, vi fik gæster i tirsdags og det var rigtig hyggeligt. Det var Begga, som vi har lært at kende efter vi er flyttet hertil, sammen med hendes unger og Begga´s svigerforældre. Svigerforældrene kender jeg, da jeg har arbejdet sammen med dem begge to på plejehjemmet i Akranes. Det var en rigtig dejlig eftermiddag.

Svo voru 2 viðtöl í skólanum, eitt með hvorum dreng. Það gekk vel. Svo er foreldrafundur í vikunni í árgangi Jóns Ingva, svo það verður bara stuð :)
Siden var jeg til 2 skole-hjem samtaler, et med hver af drengene. Det gik godt. Så skal jeg til forældremøde på tirsdag i Jón´s klasse - det bliver sjovt ;)

Jóhannes tók daginn afar snemma í dag, vaknaði kl 6.40. Þegar hann sá hvað klukkan var þá skeið hann upp í aftur, en náði ekki að sofna aftur. Við erum öll að fara mun fyrr að sofa en við gerðum heima á Íslandi. Ýmislegt spilar þar inn, auðvitað spilar stórt inn hjá Jóni Ingva að hann er ekki úti á kvöldin með vinum sínum. En það á eflaust eftir að breytast þegar hann fer að kynnast betur og eignast vini. Svo er líka bara þannig stemmari, að við förum fyrr að sofa. Vinnudagurinn hjá mér byrjar ansi snemma frá og með mánudeginum, svo þá er ekki annað að gera en að fara SNEMMA að sofa :)
Johannes vågnede rigtig tidligt i dag, kl 6.40. Da han fandt ud af hvad klokken den var puttede han sig igen, men kunne ikke falde i søvn. Vi går alle tidligere i seng nu end vi gjorde hjemme i Island. Mange ting spiller der en rolle, fx bliver man meget træt og bruger meget engeri når ALT er nyt, og man skal lære både nye mennesker at kende, navne og alt det plus et nyt sprog. Så er Jon hjemme om aftenen, i Island var han nærmest aldrig hjemme om aftenen. Det kommer nok til at ændre sig noget når han har fået nye venner her. Men det er en anderledes stemning her end i Island. Min arbejdsdag kommer jo også til at starte tidligere end jeg har prøvet! Så der er jo ikke andet at gøre en gå tidligt i seng :)

Í dag fórum við mæðginin í göngutúr. Það var ekki hægt að sitja í sófanum yfir bíómyndum ALLAN daginn :) Við röltum í ICA Maxi sem er 2,2 km fjarlægt frá því þar sem við búum. Jóhannes vantaði lás á skápinn sinn í skólanum, og við vissum að við gætum fengið einn slíkan þar. ICA Maxi er risa "Hagkaupsleg" búð en talsvert betra verðlag þar sen í Hagkaup... Eldhúsdeildin er skemmtileg og við Jóhannes hefðum getað skoðað okkur um þar lengur en við gerðum - Jóni Ingva þótti það ekki alveg eins gaman og okkur ;)
I dag var vi ude at gå en tur. Vi kan jo ikke sidde på sofaen HELE dagen og se film :) Vi var i ICA Maxi som ligger ca 2,2 km fra vores hjem. Drengene manglede nogle små ting. 
De har en fin køkkenafdeling og jeg og Johannes havde kunnet bruge masser af tid der...men Jon gad ikke rigtig ;) 

Þegar við komum tilbaka tókum við rölt bakvið íþróttahúsið, sem er hérna hinu megin við götuna. Þangað hef ég ekki komið (nema um daginn þegar ég hékk þar undir húsvegg til að vera í fríu wifi ;) og það er sko algjör synd að hafa ekki komið þar áður! Þarna er ýmislegt í boði. Það er blakvöllur, tennisvöllur, borðtennisvöllur, leikvöllur og fleira og fleira. Borð og stólar, þar sem hægt er að sitja með kaffi meðan ungarnir leika sér.
Nú er næst á dagskrá að kaupa tennisspaða og fara í tennis!!!
På vej hjem var vi bag idrætshuset, som ligger her på den anden side af vejen. Der har jeg ikke været før (undtagen da jeg lige var der i mandags for at komme på nettet ;) og det er da synd jeg ikke har været der før! Herligt område! Der er volleyball-bane, tennis-bane, legeplads og masser af andre ting. Der er borde og stole, så man kan sidder der med kaffen imens ungerne leger.
Det næste vi skal er at købe tennisketsjere så vi kan spille! Det bliver herligt.

Helsingborg Arena

Ég verð að segja að ég er gjörsamlega að SPRINGA úr hamingju yfir þessu skrefi okkar að flytja hingað. Auðvitað koma stundir (sem betur fer ekki heilir dagar) sem strákarnir eru með heimþrá og það er erfitt og ég fæ sting í hjartað - en að mestu er þetta bara hamingja. Ég upplifi svo mikið frelsi - þetta er bara dásamlegt :)
Jeg må sige at jeg er bare så lykkelig over vores beslutnig at flytte til Helsingborg. Selvfølgelige kommer der stunder (heldisvis ikke dage) hvor drengene lider af hjemve og det er hårdt og jeg får ondt i hjertet - men for det meste er det LYKKEN :) Jeg oplever så meget frihed - det er simpelthen bare for skønt :)


Ást og virðing.

Thursday, 28 August 2014

símamál og önnur gleðiefni

Jæja, nú var kominn tími á blogg! Reyndar er netið ekki komið heim enn, þrátt fyrir að fyrirtækið lofi því eftir 5 virka daga! Á morgun eru 2 vikur síðan það var pantað.
Það vill til að við erum með langlundargeð...hahaha :D
EN, við erum komin með símaáskrift, þ.e. á gemsana okkar, og fylltum hressilega á datamagnið hans Jóhannesar svo við gætum verið í sambandi við ykkur þarna úti - án þess að húka undir húsvegg hérna hinu megin við götuna (sem við vorum farin að gera...) þar sem er frítt wifi (internettenging) :)
Þar sat ég t.d. á mánudaginn meðan ég skrifaðist á við konu úr vinnunni, því mig sárvantaði pappíra frá henni til að geta græjað símaáskriftina fyrir gemsana. Það var afskaplega ljúft að það var sól...mér hefði örugglega orðið kalt hefði verið rigning og rok :D
Nu er på tide at jeg skiver lidt herinde! Vi har ikke fået internet eller tv, selv om Tele2 lover det inden for 5 hverdage...! I morgen er der 14 dage siden vi bestillte det...men mon ikke om det kommer!
Heldigvis har vi masser af tålmodighed....thihi :D
MEN, vi har fået abonnement på vores mobiler og fik fyldt en masse "bite's" på Johannes' telefon sådan så vi kan komme på nettet. Ellers sad vi på en bænk på den anden side af vejen, hvor der er fri wifi :) 
Det gjorde jeg fx i mandags da jeg skrev sammen med en fra mit nye arbejde. Jeg manglede nogle papirer fra hende sådan så jeg kunne få et abonnement til vores mobiler. Men heldigvis var der sol...det ville have været koldt hvis vi havde haft regnvejr ;)

Nóg um símamálin!
Nok om vores telefonsager!

Stákunum gengur stórvel í skólanum. Oftast ánægðir og skilja meiri sænsku með hverjum deginum sem líður. Okkur líður vel og erum sátt og ánægð með lífið hér. Auðvitað koma stundir sem ber á heimþrá hjá þeim (ég er sem betur fer laus við heimþrá...amk ennþá) en það líður fljótt hjá.
Det går glimrende hos drengene i skolen. For det meste kommer de glade hjem, og de forstår mere svensk for hver dag der går. Vi har det godt og er glade for vores nye liv i Helsingborg. Selvfølgelige kommer der stunder hvor drengene lider af hjemve (heldigvis har jeg været fri for det...endnu) men det går hurtigt over.

Í morgun fór ég að ganga frá húsaleigusamningnum upp á nýtt - það vantaði sænsku kennitöluna mína á hann. Svo vantaði okkur einn húslykill, svo þangað arkaði ég líka. Og þar sem ég á ekki bíl....þá var þetta hinn vænsti göngutúr.
I morges var jeg hos boligselskabet for at lave vores kontrakt lovlig - der manglede mit svenske cpr nummer på den, da jeg ikke havde fået det da vi skrev under kontrakten. Og vi manglede en nøgle til vores lejlighed, så jeg skulle få den lavet. Og da jeg ikke har en bil blev det til en temmelig gåtur!


Eftir skóla hjá Jóhannesi röltum við í bæinn - hann var búinn að safna sér fyrir vöfflujárni til að gera belgískar vöfflur - svo það verður veisla á laugardaginn :)
Ég held ég hafi sagt ykkur frá því að það eru 133 tröppur frá miðbænum og upp í "Slotshagen", sem við löbbum gegnum um á leiðinni heim úr bænum. Hér eru nokkrar af þessum tröppum :) Þetta er voða fallegt svæði.
Efter skole hos Johnnes var vi lige en tur nede i byen - han havde sparet penge sammen til et belgisk vaffeljern - så der bliver vaffelfest på lørdag :)
Jeg tror jeg har fortalt jer om de 133 trapper fra centrum og op til Slotshagen, men vi går gennem Slotshagen på vej hjem fra centrum. Her er der nogle af trapperne :) Det er et rigtig skønt område

.
Á mánudaginn kl 6.45 er sumarfríinu mínu svo formlega lokið, þegar ég mæti í nýju vinnuna mína!! Það verður spennandi. Ég hlakka til, en er líka með pínu svona fiðrildi í maganum.
På mandag kl 6.45 er min sommerferie så slut! Der skal jeg møde på mit nye job!! Det bliver rigtig spændene. Jeg glæder mig - men har jo også lidt sommerfugle i maven.

Læt þietta duga í bili - tror ikke det bliver mere i dag.

Ást og virðing.

Sunday, 24 August 2014

af wifi aðallega

Ég er ekki búin að gleyma ykkur, né að blogga. Hins vegar er netinneignin mín búin, og síðasti dagur í dag sem ég get hringt. Veit ekki hvort hægt sé að hringja í mig.
Ég fæ vonandi á morgun pappíra í hendurnar svo ég geti keypt áskrift fyrir okkur, sem er mun ódýrari en það sem við höfum verið með. Kennitölurnar eru nefninlega komnar og þá er allt auðveldara.
Í augnablikinu sitjum við á Espresso House til að komast á netið :)
Anyway, ef þið náið ekki í okkur næstu daga þá er panik ekki nauðsynlegt :) Einar mun væntanlega vita af okkur svo hægt er að hafa samband við hann ef nauðsyn krefur. Eða senda skilaboð á facebook, við förum örugglega daglega niður í miðbæ, þar sem er frítt wifi :) en vonandi fáum við bara samband aftur strax á morgun 😄

Jeg har ikke glemt jer, eller bloggen. Men jeg har ikke mere penge på mobilen så jeg kan ikke komme på nettet eller ringe. Fra i morgen ved jeg heller ikke om jeg kan modtage opkald på mobilen - det vil vise sig :)
Jeg håber jeg får imorgen de papirer jeg skal bruge for at købe abonnement da det er meget billigere end det vi har haft. Fordi nu har vi fået vores cpr numre så nu kan vi mere :)
I øjeblikket sidder vi på Espresso House for at kunne komme på nettet :)
Anyway, hvis I ikke kan komme i kontakt med os de næste dage så er der altså ikke grund til at panikke. Einar er nok den der hører fra os så han kan kontaktes hvis nødvendigt at komme i kontakt med os. Eller sende besked til mig på facebook da vi nok går ned i byen hver dag, der er fri wifi 😄

Thursday, 21 August 2014

af tröppum og fleiru

Gærdagurinn var bara ljómandi - ég labbaði tvisvar niður á skatt, fyrst til að fá mér id-kort en fékk þá giroseðil sem ég þurfti að fara með í bankann áður en ég gæti sótt um slíkt kort. Svo ég arkaði tilbaka, þurfti reyndar að sækja vegabréfið mitt heim líka. Svo fór ég aðra ferð. Og nú bíð ég næstu 2 vikurnar eftir að kortið berist. Þegar kortið er komið í hús get ég svo opnað bankareikning - sem hlýtur að vera nauðsynlegt þar sem það styttist í að ég byrji að vinna...! :)
Fór svo aftur á skattinn í dag, því ég fékk póst frá Íslandi - nú erum við sjúkratryggð í Svíaríki.

Dagen i går var dejlig - jeg var lige to gange nede på skatteværket, først for at få et id-kort, men fik kun en giro i hånden, skulle i banken og betale 400 sek inden jeg kunne ansøge. Så jeg gik tilbage, i banken og faktisk også hjem da jeg skulle hente mit pas. Jeg må så vente 14 dage før jeg får kortet. Når det er i hus kan jeg oprette en bankkonto :)
Siden var jeg lige dernede igen i dag, da jeg fik post fra Island - nu er vi sygesikrede i Sverige.

Seinnipartinn í gær fór Jón Ingvi svo á gistinótt í skólanum. Ég og Jóhannes röltum í búðina og þar kom ungur herramaður, Pálmi, og bauð okkur heim í kaffi. Svo við Begga sátum og spjölluðum og drukkum helling af kaffi, strákarnir (Jóhannes og Pálmi) komu sér vel fyrir og horfðu á eina bíómynd og litli ormurinn hann Ýmir Örn prakkaraðist allan tímann. Hann er nú meira krúttið, algjör stríðnispúki (held það hljóti að fylgja nafninu Ýmir!!!) og svo hlær hann endalaust.

I går eftermiddags tog Jon over på skolen for at overnatte. Jeg og Johannes var lige i Netto, der blev vi hentet af en ung herre, Pálmi, han inviterede os hjem for en kop kaffe. Jeg og Pálmi´s mor, Begga, fik snakket en masse og drukket en masse kaffe, imens drengene (Jóhannes og Pálmi) så en film. Pálmi¨s lille bror Ýmir Örn drillede og grinede hele tiden imens vi var der. Sikke en lille krudtugle som han er, en herlig unge.

Í morgun kom bakslag hjá Jóhannesi, aðallega þó - að því er hann segir - vegna þess að það átti að fara á ströndina og gera sandkastala! Það finnst mínum manni LEIÐINLEGT! Svo hann fór í skólann með tárin í augunum og í miður góðu skapi - en kom glaður heim, þó það hafi verið leiðinlegt á ströndinni! Hann er líka svo þrjóskur að þó það hefði verið gaman þá hefði hann aldrei viðurkennt það!
Skellti sér svo í fótabað til að þvo sandinn af tásunum og sat og átti notalega stund með múttunni sinni.
Svo kom Jón Ingvi heim - þvílíkt kátur því það er frí í skólanum á morgun þar sem þau voru 5 klst (reyndar meira) í skólanum á gistinóttinni.

I morges ville Jóhannes så ikke i skole. Han siger det er fordi de skulle på stranden og lave sandslotte og sådan noget. Det gad han ikke! Han synes det er så KEDELIGT!!! Men han tog afsted i skole (dumme mor!) med tårer i øjnene og lidt sur... Men han var glad da han kom hjem - selv om det havde været ret kedeligt. Han er jo også så stædig at selv om det havde været sjovt så havde han ikke villet indrømme det!
Så sad han og hyggede sammen med mor, fik sig fodbad for at vaske sand af sine tæer og drak te!
Jón Ingvi kom hjem lidt senere, rigtig glad! Har lige "vundet" ekstra fridag imorgen pga overnatningen på skolen!

Strákarnir töltu svo með mér í bæinn í dag. Við fórum allar 133 tröppurnar á leiðinni heim - vorum að tala um að fara daglega niður í bæ bara til að fara upp tröppurnar, koma okkur í almennilegt tröppuform ;)  (Það eru líka 39 tröppur upp til okkar ;)
Það er líka voða fallegt að labba þessa leið heim, upp tröppurnar og gegnum hallargarðinn.

Drengene var med mig nede i byen i dag. Rigtig hyggeligt. Vi gik lidt rundt, var inde i lakridsbutikken (hvor de bl.a. har islandsk lakrids!!! - jeg ved der er nogle af der danskere der eeeeeelsker islandsk lakrids ;) 
Vi tog så de 133 trapper på vejen hjem - snakkede om at tage der ned hver dag for at komme i rigtig trappeform! (Der er jo også lige 39 trapper op til os)
Det er jo også en rigtig smuk gåtur den vej hjem - op de 133 trapper og siden gennem slotshaven.



Jóhannes skellti svo í "Bamses sødeste juleboller" þegar við komum heim. Dásamlegt alveg.

Jóhannes fik så lige lavet dej til "Bamses sødeste juleboller" da vi kom hjem. Herligt.


Ást og virðing.

Tuesday, 19 August 2014

Tómlegt í kotinu

Örstutt héðan!
En kort hilsen herfra!

Krúttparið okkar kvaddi okkur í dag - vinna og skóli kallar. Við hefðum sannarlega viljað hafa þau áfram hjá okkur en mér skilst að þeirra sé sárt saknað í Fellabæ! Við verðum víst að deila þeim - enga eigingirni....þau koma aftur :)
De unge turtelduer sagde farvel til os i dag - arbejde og skole venter derhjemme. Vi ville så gerne have haft at de blev længere, men som jeg forstår det så er de blevet savnet derhjemme! Vi må vist dele dem med andre der elsker dem - vi må ikke være egoistiske...de kommer jo igen :)

Hér berjast þau við að pakka niður 
Her pakker de :)

Og svo var það kveðjustundin á lestar/ferjustöðinni :´(
Så blev der sagt farvel på stationen :´(

Stákarnir eru svoooo duglegir! Þeir eru að massa skólann!!! Jóhannes kom heim í dag og hafði átt annan góðan og skemmtilegan dag í skólanum. Hann bjargar sér á ensku en segist skilja meira í dag, og þá sérstaklega þegar það er talað hægt. Sömu sögu hefur Jón Ingvi að segja.
Þeir eru sannkallir snillingar, ég segi það og skrifa!
Drengene er sååååå dygtige! De klarer det bare så godt!!! Johannes kom hjem i dag, havde haft en god dag igen i dag. Han klarer sig på engelsk men forstår allerede mere i dag end i går, specielt når der bliver talt langsomt. Jon sagde det samme da han kom hjem.
De er bare så kloge og dygtige :)

Hér fylgir svo ein af Jóhannes með fínu borðtennisgræjurnar sem hann verslaði sér um helgina :) Glaður og hamingjusamur drengur.
Her er der så en af Johannes med sine bordtennisting, som han købte i weekenden  :) En glad og lykkelig dreng.

En nú ætlum við í bælið! Við erum þreytt. Það er orkukrefjandi að þurfta að læra ALLT, nýtt tungumál, nýtt fólk...en við erum glöð og það er það sem gildir :)
Men nu skal vi altså i seng! Vi er trætte. Det tager engergi at skulle lære ALT, nyt sprog, nye mennesker...men vi er glade og det er det der tæller :)

Ást og virðing.

Monday, 18 August 2014

Skólinn byrjaði í dag!

Dagurinn í gær, sunnudagur, var formlega síðasti sumarfrísdagurinn á þessu heimili. Það bar á ýmsum tilfinningum, spennu að byrja í nýjum skóla í nýju landi en einnig kvíði fyrir því sama. Einnig tregi vegna þess að nú styttist alltof mikið í að Ólöf Ósk og Björgvin fari (þau fara á morgun).
Dagen i går, søndag, var den sidste sommerferiedag her i hjemmet. Der var mange følelser på spil, dog mest spæning og nervøsitet over at starte skole i et nyt land, med et nyt sprog! Men også vemod over at i morgen, tirsdag, flyver Ólöf Ósk og Björgvin til Island igen.

Við skelltum okkur í Väla, öll nema Jón Ingvi. Hann var heima og horfði á tvær Harry Potter myndir. Ólöf Ósk tók síðustu H&M syrpuna í bili - nú fer hún að safna fyrir desember-H&M-ferðinni :)
Vi var lige forbi Väla, alle undtagen Jón. Han blev hjemme og så 2 Harry Potter film. Ólöf Ósk var lige en sidste tur i H&M - nu skal hun snart til at spare penge til december besøg i H&M :)

krúttbomburnar - vores flødeboller

þessi reyndi að forðast myndavélina, en myndavélin var fljótari ;) 
han prøvede at komme væk fra cameraet, men det lykkedes ikke rigtig ;)

Jóhannes verslaði sér líka borðtennisgræjur fyrir peninginn sem hann fékk í afmælisgjöf frá ömmu og afa á Ormsstöðum. Það er nefninlega úti-borðtennisborð á íþróttasvæðinu, sem er bakvið íþróttahúsið hérna hinu megin við götuna.
Jóhannes fik købt bordtennis"sager" for pengene han fik fra mormor og bedstefar i fødselsdagsgave. Man kan nemlig spille bordtennis udendørs, bag ved idrætshuset på den anden siden af vejen.

Ólöf Ósk smellti svo í gulrótarköku svona í tilefni af sumarfríslokum og við áttum svona "kvöldkaffisstund" - eins og í sveitinni :) Bara kósý.
Ólöf Ósk fik bagt en gulerodsdage, så vi havde lige sådan en aftenhygge - det var rigtig hyggeligt.


Svo rann upp fyrsti skóladagurinn. Jóhannes var mjög kvíðinn og langaði helst af öllu að hverfa. Hann tautaði í sífellu, þar sem við sátum fyrir utan skólann þar sem átti að mæta; "Ég vildi að ég væri ekki hér, ég vildi að ég væri ekki hér". Þar sem hann sat á gólfinu með hinum krökkunum og leið svo illa, láku bara tárin hjá mér algjörlega stjórnlaust. SHIT hvað þetta var erfitt. Elsku karlinn minn :´(
Så blev det første skoledag! Johannes var meget nervøs og havde allermest lyst til at forsvinde. Hvor vi sad udenfor skolen, hvor han skulle møde blev han ved med at sige; "Jeg ville ønske jeg ikke var her, jeg ville ønske jeg ikke var her...". Hvor han så sad på golvet sammen med de andre børn og havde det så skidt...så begyndte tårede at løbe hos mig, helt ustyrligt. SHIT hvor var det bare hårdt. Min lille skat :´(

fyrir skóla - inden skolen

Kennararnir á stiginu stigu á stokk, kynntu sig og svo var fjöldasöngur - sem varð svona meira bara söngur kennaranna. En það var hlýlegt og skemmtilegt.
Lærerne fik intruduceret sig selv, nogle af dem var nye og ret nervøse selv. Siden var der fællessang...altså det blev mere til "lærersang". Men det var rigtig hyggeligt og sjovt. 

Jóhannes vildi ekki að ég færi með honum og talaði við kennarann. Hann sagðist fullfær um að segja sjálfur - á ensku - að hann skyldi ekki sænsku, hann væri nýfluttur frá Íslandi. Svo ég fór heim og áfram láku tárin. Mig langaði sjálfa mest undir sæng og vera bara þar, helst með Jóhannes hjá mér - langt í burtu frá öllu erfiðu á óþægilegu!!!!
Johannes ville ikke have at jeg snakkede med læreren. Han sagde at han kunne sagtens selv - på engelsk - forklare at han ikke forstod svensk og at han var lige flyttet hertil fra Island. Så jeg gik hjem igen, imens tårene blev ved med at trille. Jeg havde allermest lyst til at kravle under dynen, helst sammen med Johannes og gemme os langt væk fra alt der er ubehageligt!!!!

Eeeeeeeeeen, ég rölti upp í skóla kl 13 til að hitta kappann. Þar tók þessi líka glaði drengur á móti mér! Hann hafði átt góðan og skemmtilegan fyrsta skóladag. Strákur úr hópnum tók að sér að hjálpa honum, útskýrði fyrir honum á ensku svo Jóhannes gæti fylgt með. Ekki nóg með það - Jóhannes skilur strax sum orðin, svo við skulum alveg róa okkur í áhyggjunum ;)
Meeeeeeeen, jeg gik tilbage op til skolen kl 13 for at møde Johannes, min lille helt. Det var en rigtig glad dreng jeg mødte! Han havde haft en herlig første skoledag. En dreng fra gruppen hjalp ham, forklarede på engelsk sådan så Johannes kunne følge med. Ikke nok med det - Johannes allerede forstår nogle svenske ord, så vi skal liiiige slappe af med bekymringer ;)

eftir skóla - efter skole

Jón Ingvi fór héðan með bros á vör. Hann var sallarólegur yfir þessu öllu. Hann var að koma heim rétt í þessu og átti góðan dag. Rétti mér pappíra til að fylla út - það er gistinótt í skólanum á miðvikudaginn. Gleðin byrjar strax :)
Jón Ingvi tog af sted med et smil. Han var afslappet over det hele. Han er lige kommet hjem og har haft en god dag. Gav mig nogle papirer jeg skal udfylde - der er overnatning på skolen på onsdag. Så festen er skudt i gang :)

töffaralingurinn okkar - vores flotte teenager 

Já, svona er lífið okkar í Helsingborg í dag.
Ja, det er så lidt af vores liv i Helsingborg i dag :)

Ást og virðing.

Saturday, 16 August 2014

afmæli og fleira

Hér gerði óboðinn og óvelkominn gestur vart við sig í vikunni! Ekki veit ég hvaðan kvikindið kom og ég vona sannarlega að það komi ALDREI aftur!!! Kvikindi er lús! Og það var ég sem var hin heppni "gestgjafi"!!! Þvílíkur viðbjóður. Ég get trúað ykkur fyrir því að það hvarflaði að mér að raka mig sköllótta! En ég ákvað að taka hina leiðina; halda hárinu og losa mig við þessa óboðnu gesti. Svo ég kembi hausinn á mér kvölds og morgna, með hárnæringur og snilldar-lúsa-kambasettinu-BugBuster :)

Her kom der en uventet og uønsket gæst på besøg tidligere på ugen. Jeg ved ikke hvor det kom fra og jeg håber sandelig at det ALDRIG kommer tilbage!!! Det var lus! Og det var mig der var den "heldige" vært!!!
Føj!!! Jeg kan fortælle jer at jeg overvejede et kort øjeblik at barbere hovedet...komme til at ligne min mand ;) Men siden besluttede jeg mig for at gå til angreb med balsam og BugBuster som min våben! BugBuster og balsam er "killer"!!! 

Í gær ákváðum við að rölta í bæinn. Ég var búin að lofa Jóhannesi að við myndum fara í eldhúsbúðina "Kitchen House", skemmtilega litla búð með allskonar skemmtilegheitum fyrir eldhúsið. Þar er m.a. hægt að fá grillpönnu, þyngstu pönnu sem Jóhannes hefur komist í tæri við. Hann á pening og var að hugsa hvort hann sæi eitthvað þarna sem hann vildi fjárfesta í. En drengurinn bruðlar ekki með seðlana, svo hann keypti ekkert að sinni. Þarf að hugsa málið vel fyrst.

I går var vi nede i centrum. Jeg havde lovet Johannes at vi kunne kigge i "Kitchen House", en sjov lille butik med alt muligt for køkkenet. Der kan man bl.a. få en grillpande, den tungeste pande Johannes har set! Han har nogle penge så han ville kigge efter om der var noget han havde lyst til at bruge sine penge på. Men Johannes passer godt på sine penge, så han fik ikke købt noget. Han skal gennemtænke det først.

Við röltum víða, fórum m.a. í Söderpunkten, þar sem við fundum loks ferðatösku á fínu verði. Ólöf Ósk skellti sér á eina slíka. Töskuna fundum við í dásamlegri verslun sem heitir "Smart Buy" og þar er eiginlega smá hættulegt að fara inn...Það er svo margt fallegt þar. Ég reyndar missti mig ekki (enda leyfir fjárhagurinn ekkert slíkt ;) en ég keypti samt eitt sem mig BRÁÐvantaði (ekkert grín!) og ég er alsæl með þennan hlut. Svo fer skeiðin mín svo vel - skeiðin sem ég fékk þegar ég var lítið bebs í Odense.

Vi var lidt rundt, var bl.a. i Söderpunkten, hvor vi fandt endelig en kuffert til en fin pris. Ólöf fik købt en. Vi fandt den i en skøn butik som hedder "Smart buy" og det er lidt farligt at komme der ind. Der er så mange smukke ting der, til en rimelig pris. Jeg fik dog ikke købt endet end en bøtte til kaffen (skal jo også passe rigtig godt på pengene i disse uger...) Prøv at se hvor fin den er, men den fine sølv ske som jeg fik som en lille bebs den gang i Odense :)



Svo voru allir svangir og við fengum okkur fyrri pizzamáltíð dagsins - á Pizzeria Bella. Jóhannes smellti svo í pizzabotna fyrir hina hefðbundnu heimagerðu pizzu um kvöldið :)
Dagurinn í gær var alveg ljómandi í alla staði.

Alle var blevet sultne så vi fik spist pizzamåltid nr 1 på Pizzeria Bella. Johannes fik så lavet dejen til de sædvanlige hjemmelavede pizzabunde lidt senere :)
Det var en rigtig dejlig dag.



Í dag er svo runninn upp 16.ágúst og það þýðir að "lillinn" á heimilinu á afmæli. 11 ára er þessi elska og alls ekki svo lítill lengur! Við komum heim með hann um sex leitið seinnipartinn, 12 klukkustunda gamlann, man að við komum við og keyptum okkur pizzu til að taka með heim. Hér er hann nýfæddur og 11 ára!

I dag er det så den 16. agust, hvilket betyder at vores "lille" dreng har fødselsdag. Johannes fylder altså 11 år i dag, og er slet ikke så lille længere! Vi kom hjem med ham omkring kl 18, da var han 12 timer gammel. Jeg kan huske at vi stoppede på LaCantina og købte pizzaer med hjem :) Her er han nyfødt og 11 år!


16.ágúst 2003

16.ágúst 2014

Við skelltum okkur aftur í skemmtilegu búðina í SöderPunkten áðan, Björgvin verslaði sér tösku í þetta skiptið. Ég má til með að smella einni mynd af prinsessunni hér inn - við fengum okkur sleikjó...sumir eru gráðugri en allir og heimtaði að fá alla þrjá!!! (reyndar bara rétt á meðan myndin var tekin...;)

Vi var lige forbi den sjove butik i SöderPunkten igen i dag. Nu var det Björgvins tur at købe en kuffert. I får lige et billede mere...vi fik købt slikkepinde til os tre...hun SKULLE bare have dem alle tre!!! (ok...det var jo kun lige imens vi fik taget et billede...;)


Að lokum kemur ein af afmælisbarninu. Hann er svo myndarlegur þessi elska, hann skellti í eina köku í morgun þegar hann vaknaði og bauð okkur svo í kaffi :) Lífið er bara dásamlegt hjá okkur hérna í Helsingborg.

Og til sidst kommer der så et billede af fødsleren. Han er så dygtig, han fik lige bagt en kage i morges da han stod op og siden blev vi inviteret på kaffe og kage :) Livet er jo bare skønt her i Helsingborg.


ást og virðing.

Thursday, 14 August 2014

Rólegheit í loftinu

Nú er ég hætt að telja dagana, man hvort eð er aldrei hvað ég er komin langt og þarf alltaf að kíkja á síðustu færslu :)

Í gær komu bréf til strákanna frá skólanum. Þeir eru yfir sig ánægðir með þær fregnir að skólinn byrjar kl 9.15 á mánudögum! Annars er spennan að færast yfir - en hjá Jóhannesi er spennan þó mest ennþá fyrir laugardeginum, en þá á hann 11 ára afmæli.

Svo heyrði Jóhannes í 2 vinum sínum á skype í kvöld - þetta er svo mikil snilld. Eigum við að ræða eitthvað muninn á þessu núna og þegar við fluttum til Danmerkur 1997?! Þá var svo dýrt að hringja að það var sjaldan gert. Þvílíkur munur!

Það var reyndar eitthvað "mjög merkilegt" sem ég ætlaði að deila með ykkur, link og alles...en það hefur varla verið svo merkilegt, því ég man bara ómögulega hvað það var! Kannski ég ætti bara að koma mér í bælið núna og blogga á kristilegri tíma næst (eftir miðnætti er ekki kristilegur tími hjá mér!).

Ást og virðing.


Tuesday, 12 August 2014

Ferðalag í dag

Dagur 19

Hér var dagurinn tekinn snemma - ekki eins snemma og í gær, en í dag tóku allir þátt í þessu og vöknuðu fyrir kl 8!! Svei mér þá!! Það var ástæða fyrir ósköpunum. Við vorum á leið í BonBon Land.
Ég byrjaði á því að smella mér í Väla og sækja bíl hjá Rent-a-wreck, afskaplega elskulegir drengir sem þar starfa (við leigðum líka sendibílinn þar um daginn, þegar við fluttum allt dótið heim úr Ikea ;) Ég var mætt til þeirra kl 9, brunaði svo heim og sótti krakkaskarann. Það var búið að pakka í kælibox, bökuðum bæði skinkuhorn og pylsuhorn fyrir ferðina...en pylsuhornin voru óæt sökum þess hversu vondar pylsurnar voru :(

Anyway. Einar minn var búinn að panta fyrir okkur í ferjuna og hann var búinn að græja miða fyrir okkur í BonBon Land, svo það eina sem ég þurfti að gera var að koma okkur á staðinn og framvísa réttum seðlum á viðeigandi stöðum :) Gekk ljómandi vel - en mér finnst samt ekki spennandi að keyra upp einhverja brú um borð í skip og vera bara "í lausu lofti" yfir sjónum! Svo þarf að fara í bílinn áður en ferjan er alveg komin í höfn og jafnvægið mitt fer alveg út um allar þúfur við það! En þetta tókst - og vel!

Ein "selfie" í byrjun ferðalagsins :)

Við áttum ljómandi skemmtilega klukkutíma í BonBon landi, það var farið í allskonar tæki, sumir fóru oftar en aðrir í einstök tæki. Við fórum sannarlega líka í hin ýmsu "vatnsgusandi" tæki og skemmtum okkur konunglega - best var ef einhver annar en maður sjálfur blotnaði hressilega!
 


Ólöf Ósk og Björgvin í "Vandrotten"


Jón Ingvi og Jóhannes í "Vandrotten"

Um tíma skiptum við liði, þar sem Jóhannes hafði aðrar þarfir varðandi tækin en hin þrjú. Svo ég fór með honum og skemmti mér áfram konunglega. 

Jóhannes í "Skildpadden"...

...og ég fékk mér kaffi

Þau þrjú stóru fóru m.a. fallturninn og rússíbanann sem fer LÓÐRÉTT upp og svo aftur niður - við erum að tala um aaaaalveg LÓÐRÉTT!


Æj, þetta var bara gaman. En ég er þreytt eftir daginn og það var gott að koma heim. Svo þarf ég víst að vakna tímanlega á morgun, skila bílnum kl 8.59... Svo ætla ég að sofa út á fimmtudaginn!! ;)

Ást og virðing.

Monday, 11 August 2014

Græsted og aftur Græsted

Dagur 18

Ég og Jóhannes tókum daginn snemma, vöknuðum kl 6.30 - vorum komin í ferjuna til Helsingør kl 7.30 og í lestina til Græsted kl 8.00 Við fórum til Tinnu vinkonu minnar.
Ástæðu ferðarinnar sjáið þið hér að neðan:


Smá svona breyting á einum dásemdar dreng :)

Það var auðvitað dásamlegt að hitta Tinnu, drekka kaffi og fara yfir málin. Skiptir engu þó við höfum hist í síðustu viku, enda gætum við spjallað eeeendalaust. Þær eiga eftir að verða margar, Græsted-ferðirnar okkar. Við höfum öll svo sterka tengingu við Græsted, þar sem við bjuggum 6 af 9 árum í Danmörku. Jóhannes brosti hringinn þegar við stigum úr lestinni þar - tilfinningin okkar er alltaf "Home Sweet Home" :)

Svo fengum við góða gesti, mæðgur frá Græsted. Cæcilie, eða Cille eins og hún er alltaf kölluð, æskuvinkona Ólafar Óskar og Mette, mamma hennar komu. Það var mikið spjallað og mikið hlegið. Dásamlegt alveg.

mæðgur

flottar saman, vinkonurnar

En það er langur dagur aftur á morgun - meira um það annað kvöld ;)

Ást og virðing.


Strandlíf í gær, sunnudag

Dagur 17 var í gær!

Dásamlegur dagur - fórum á ströndina og ungarnir allir smelltu sér í sjóinn.









krúttlegasta kærustuparið

Jóhannes smellti í pönnsur í desert og eins og sjá má þá eru Ólöf Ósk og Björgvin smá upptekin af hvort öðru - elsku krútt :)


Heyrðum svo aðeins í þessari elsku. Hann var lúinn eftir svefnlitla ferðanótt. Svo var honum hálf kalt, og húsið einmanalegt. Æj, angakarlinn okkar. Mikið verður kátt í höllinni þegar hann kemur til okkar alkominn :)


Ást og virðing.



Saturday, 9 August 2014

Hann er að fara :(

Dagur 16

Gleðidagur en um leið er ég ósköp lítil og leið í hjartanu :( Einar er að fara til Íslands í kvöld :( Bara núna eftir smá sko.

Gleðin fólst í því að vera með krökunum. Ólöf Ósk og Jón Ingvi fóru út í garð og tóku æfingar, Ólöf Ósk gerðist "einkaþjálfari" Jóns Ingva og reyndi að píska hann áfram. Hann vill endilega að drífa sig í ræktina aftur, en hann var duglegur að fara þangað fyrstu 3-4 mánuði þessa árs.

Svo var farið í verslunarferð nr. 2 í þessari ferð Ólafar Óskar og Björgvins. H&M í Väla Centrum var aðalstaðurinn í dag :)

Við HLUPUM frá strætónum inn í Väla og urðum RENNANDI blaut, lentum í þvílíkri skúr, það voru lækir á bílastæðinu sem við þurftum nánast að vaða yfir! Ekta svona hitabeltisskúr, em sluppum við þrumur og eldingar í þetta skiptið. En ég reikna með að við stingum regnhlífum í töskuna næst ;)

Næstu dagar eru nokkuð planaðir, upplifa sem mest með skötuhjúunum og svo er þetta síðasta vikan áður en skólinn byrjar hjá strákunum. Þá finnum við í alvöru að fyrir því að vera flutt...geri ég ráð fyrir, því að undanfarnar 2 vikur hafa verið "sumarfrísfílingur í útlöndum" þó flutningur og fleira hafi komið við sögu ;)

En hvað um það - best að prjóna smá og kannski bara spjalla við minn heittelskaða eiginmann áður en hann fer.


Ást og virðing.

Þau eru komin :)

Dagur 15

Dagurinn í gær var auðvitað bara súper dúper góður. Spennan fór að magnast um 12 þegar við vissum að Ólöf Ósk og Björgvin væru lent á Kastup. Þau voru svo komin til Helsingør rúmlega tvö og upp rétt um þrjú yfir til Helsingborg. Það var bara gleði :)

Það var skellt í ristað brauð og te og svo vildi prinsessan arka af stað aftur - í H&M að sjálfsögðu.

Heimatilbúin pizza í kvöldmatinn - það stóð til að grilla en gekk ekki þar sem þrýstijafnarar voru að stríða okkur áfram. Við ákváðum að fresta því til næsta sumars að versla nýjan kút, sem við getum látið passa  þar sem nýr gaskútur kostar alveg slatta og óþarfi að versla hann núna - þar sem Einar fer í kvöld og þá verður væntanlega ekki grillað meir þetta sumarið.

Horfðum svo á eina mr. Bean mynd í rólegheitunum. Ótrúlega notalegt bara.

Í dag mun veðrið ráða för - við gerum sennilega ekki margt annað en að kúra innan dyra ef veðrið rætist...það er spáð þrumum og eldingum og allt að 12 mm rigningu... Alvöru hitabeltisskúr! Læt ykkur vita í næsta pósti!

Ást og virðing.

Thursday, 7 August 2014

af tiltektar-þrifdegi og fleiru

Dagur 14

Á MORGUN koma Ólöf Ósk og Björgvin!!! Það er mikil spenna í kotinu!!! Þessi krútt, það verður svo gott að fá þau til okkar.

Fyrir einhverjum mánuðum síðan ákvað ég....jamm, ég...að þegar við myndum flytja þá væri komið að því að þrif og tiltekt yrði fyrir alvöru samvinnuverkefni! Einar hættur að vinna 100%, vera í 100% námi + bæjarstjórnarstúss sem var örugglega amk 50% - hann verður "bara" í fullu starfi, ekkert meira!! Stákarnir eru orðnir (fyrir löngu) orðnir nógu stórir til að taka þátt.
Planið er svona: föstudagar eru tiltektar- og þrifdagar. Allir hjálpast að! Svo er pizza á eftir, oftast heimagerð (sem mér finnst best!) en stundum skroppið á pizzastað! Gott plan, finnst ykkur það ekki? Mér finnst það :)
En þar sem krúttmolarnir okkar eru að koma á morgun þá ákváðum við (ég) að dagurinn í dag yrði tiltektar- og þrifdagur. Það féll í misgóðan jarðveg...en allir tóku þátt :)

Ekki skulum við gleyma því að ég fór líka að þvo - ALLAN þvottinn og allt hreint OG allt þurrt. Eru þið að átta ykkur á að ég eeeeeeelska þvottahúsið :D

Eigum við að ræða þetta eitthvað??? :)

Tvær svona mega vélar :)

annað þurrkherbergið (sjáið blásarann, hann skapar góðar þurrkaðstæður - snilllllld!)

Svo bara er þessi fína aðstaða til að brjóta saman líka - I LOVE IT!!!

Fengum líka gesti í mat. Jóhannes bakaði köku í desert. Einar ætlaði að grilla...þá var gaslaust, svo hann og Arnþór röltu af stað að kaupa gas. Komu heim með gas en þá passaði ekki þrýstijafnarinn...svo það var ekki grillað. En mat fengum við, og það góðan :) Svo var kaka og rjómi í desert (ég fékk mér samt lkl köku!). Allir saddir og sælir. Jón Ingvi og Kristrún fóru samt heim til hennar að fá sér bragðaref...úff, ég er svo södd að ég get ekki einu sinni hugsað um bragðaref...!!

Fyrir Lilju sys koma svo þessar myndir hér:

feðgar í eldhúsinu

Jóhannesar herbergi (hann verður með vindsæng eitthvað lengur, enda losnar pláss í "mínu" rúmi þegar Einar fer á laugardaginn)

Jóns Ingva herbergi

herbergið okkar Einars (Einar fær ekki pláss í fataskápnum strax, fær að búa í ferðatösku)

séð inn í herbergi strákanna

herbergið okkar Einars, annað sjónarhorn

Horft úr stofunni fram í forstofuna (til hægri er gengið inn í eldhúsið, beint á móti er wc, fataherbergi og herbergi strákanna.

Stofan

og stofan, annað sjónarhorn

Ást og virðing!