Saturday, 9 August 2014

Þau eru komin :)

Dagur 15

Dagurinn í gær var auðvitað bara súper dúper góður. Spennan fór að magnast um 12 þegar við vissum að Ólöf Ósk og Björgvin væru lent á Kastup. Þau voru svo komin til Helsingør rúmlega tvö og upp rétt um þrjú yfir til Helsingborg. Það var bara gleði :)

Það var skellt í ristað brauð og te og svo vildi prinsessan arka af stað aftur - í H&M að sjálfsögðu.

Heimatilbúin pizza í kvöldmatinn - það stóð til að grilla en gekk ekki þar sem þrýstijafnarar voru að stríða okkur áfram. Við ákváðum að fresta því til næsta sumars að versla nýjan kút, sem við getum látið passa  þar sem nýr gaskútur kostar alveg slatta og óþarfi að versla hann núna - þar sem Einar fer í kvöld og þá verður væntanlega ekki grillað meir þetta sumarið.

Horfðum svo á eina mr. Bean mynd í rólegheitunum. Ótrúlega notalegt bara.

Í dag mun veðrið ráða för - við gerum sennilega ekki margt annað en að kúra innan dyra ef veðrið rætist...það er spáð þrumum og eldingum og allt að 12 mm rigningu... Alvöru hitabeltisskúr! Læt ykkur vita í næsta pósti!

Ást og virðing.

No comments:

Post a Comment