Eldri strákurinn okkar, hann Jón Ingvi, átti afmæli í gær, 1.ágúst. Þessi elska er orðinn 14 ára!!!
Þessi mynd er frá fermingunni í vor
Jón Ingvi fékk aldeilis flotta afmælisgjöf - flutning í nýju íbúðina okkar! Honum fannst þetta reyndar arfaslök "afmælisgjöf", að þurfa að burðast með þunga kassa upp á 3.hæð! Við fengum svo reyndar óvænta aðstoð (vissum það nú samt með 2ja daga fyrirvara sko), þar sem skagamaðurinn spærki, Arnþór, kom og létti heldur betur undir með okkur. TAKK TAKK TAKK!
Hér var sem sagt hamast frá kl 8.17 í gær, en þá fóru Einar og Jón Ingvi fyrstu ferð með farangur niður í íbúð. Á meðan þreif ég alla 17 fermetrana og Jóhannes dundaði sér eitthvað í símanum sínum! Svo komu þeir feðgar tilbaka og við fórum með restina af dótinu - niður í íbúð og mæ ó mæ! Mikið sem þetta er mikill lúxus! Eigum við að ræða það eitthvað?!!! Reyndar er smá ennþá á "byggingastigi" en ekkert í líkingu við það sem við höfum búið við s.l. 6 ár og rúmlega það.
Það á eftir að skipta um glugga en það verður gert á næstunni. Og þar sem það á eftir að klára gluggana og það eru enn framkvæmdir við blokkina eitthvað áfram þá fáum við afslátt á leigunni fram í febrúar. Bara fínt sko.
Hvað um það. Eftir hádegið var brunað í Ikea - og þessi er sérstaklega fyrir Hörpu vinkonu mína - vona að þú sért að lesa, darling.
Það er þannig að þegar maður flytur þá er Ikea einfaldlega með lausnirnar :) Við erum búin að versla kommóður í herbergi strákanna (sem við áttum ekki þar sem það var svona líka mikill súber dúber fataskápur í húsinu - þið sem hafið séð hann vitið að húsið er teiknað kringum þann skáp!).
Við fórum svo á pizzastað að borða - að ósk afmælisbarnsins. Ég get alveg sagt ykkur að við vorum afskaplega uppgefin þegar þarna var komið sögu. Skemmtum okkur engu að síður vel, það settust hjá okkur sænskar "byllifyttur" og hann malaði og malaði - hann hafði verið með tveimur íslenskum strákum í 3.bekk, fyrir ca 50-60 árum síðar og hann hafði þvílíkt gaman af því að hitta okkur þarna. Konan sem var með honum fór hjá sér - henni þótti hann svo ægilega forvitinn um Ísland og okkur :)
Svo vantaði Jón Ingva rúm og við sóttum eitt slíkt í dag ásamt fleiru ÓMISSANDI STÖFFI!
Jón Ingvi - elsku þreytti unglingurinn
Það sem við eigum ekki hundraðogeitthvaðþúsund fyrir sófanum sem okkur langar í þá létum við einn lítinn duga í bili, það munar um hundraðogeitthvaðþúsund eða 14.500
og þetta krútt er sko svefnsófi, svo það er allt í goody þó það detti inn næturgestir :)
Svo koma hér inn nokkrar myndir, teknar bara rétt í þessu :)
Fyrsti kvöldverðurinn heima :) grillaður tuddi og grillar pylsur
rafvirkinn að störfum í eldhúsinu
Jóhannes á vindsænginni í nýja herberginu sínu
Jón Ingvi á nýja rúminu sínu í nýja herberginu sínu
fataherbergið
baðherbergið (þvottavél+þurrkari)
sturtumegin á baðherberingu
hjónaherbergið
stofan
Ætla samt alls ekki að gleyma að segja ykkur frá þvottahúsinu - það er sko ekki síðra en það sem ég sagði ykkur frá um daginn. Þarf aldeilis að taka með mér myndavélina þangað næst!!
Og í skrifuðum orðum er elskan hann Jóhannes að skella í pönnukökur handa okkur - held ég láti þetta duga í bili.
Ást og virðing
No comments:
Post a Comment