Ég og Jóhannes tókum daginn snemma, vöknuðum kl 6.30 - vorum komin í ferjuna til Helsingør kl 7.30 og í lestina til Græsted kl 8.00 Við fórum til Tinnu vinkonu minnar.
Ástæðu ferðarinnar sjáið þið hér að neðan:
Smá svona breyting á einum dásemdar dreng :)
Það var auðvitað dásamlegt að hitta Tinnu, drekka kaffi og fara yfir málin. Skiptir engu þó við höfum hist í síðustu viku, enda gætum við spjallað eeeendalaust. Þær eiga eftir að verða margar, Græsted-ferðirnar okkar. Við höfum öll svo sterka tengingu við Græsted, þar sem við bjuggum 6 af 9 árum í Danmörku. Jóhannes brosti hringinn þegar við stigum úr lestinni þar - tilfinningin okkar er alltaf "Home Sweet Home" :)
Svo fengum við góða gesti, mæðgur frá Græsted. Cæcilie, eða Cille eins og hún er alltaf kölluð, æskuvinkona Ólafar Óskar og Mette, mamma hennar komu. Það var mikið spjallað og mikið hlegið. Dásamlegt alveg.
mæðgur
flottar saman, vinkonurnar
En það er langur dagur aftur á morgun - meira um það annað kvöld ;)
Ást og virðing.
No comments:
Post a Comment