Gleðidagur en um leið er ég ósköp lítil og leið í hjartanu :( Einar er að fara til Íslands í kvöld :( Bara núna eftir smá sko.
Gleðin fólst í því að vera með krökunum. Ólöf Ósk og Jón Ingvi fóru út í garð og tóku æfingar, Ólöf Ósk gerðist "einkaþjálfari" Jóns Ingva og reyndi að píska hann áfram. Hann vill endilega að drífa sig í ræktina aftur, en hann var duglegur að fara þangað fyrstu 3-4 mánuði þessa árs.
Svo var farið í verslunarferð nr. 2 í þessari ferð Ólafar Óskar og Björgvins. H&M í Väla Centrum var aðalstaðurinn í dag :)
Við HLUPUM frá strætónum inn í Väla og urðum RENNANDI blaut, lentum í þvílíkri skúr, það voru lækir á bílastæðinu sem við þurftum nánast að vaða yfir! Ekta svona hitabeltisskúr, em sluppum við þrumur og eldingar í þetta skiptið. En ég reikna með að við stingum regnhlífum í töskuna næst ;)
Næstu dagar eru nokkuð planaðir, upplifa sem mest með skötuhjúunum og svo er þetta síðasta vikan áður en skólinn byrjar hjá strákunum. Þá finnum við í alvöru að fyrir því að vera flutt...geri ég ráð fyrir, því að undanfarnar 2 vikur hafa verið "sumarfrísfílingur í útlöndum" þó flutningur og fleira hafi komið við sögu ;)
En hvað um það - best að prjóna smá og kannski bara spjalla við minn heittelskaða eiginmann áður en hann fer.
Ást og virðing.
No comments:
Post a Comment