Tuesday, 5 August 2014

Pönnsur í "dannebrog" lit

Dagur 12

Allskonar spennandi í gangi - og sumt verður ekki gert opinbert að svo stöddu ;)

En eitt get ég sagt ykkur; ég eeeeelska að vera í sumarfríi og geta sofið til 10 dag eftir dag :))) Hversu næs er það?

Smellti mér í hlaup þegar ég loksins druslaðist á fætur. Fór 5 km í 23° og svitnaði "eins og svín". Bara nokkuð ljúft. Þar sem ég rata lítið hér ennþá, amk svona inni í hverfum, þá hljóp ég 2,5 km og sneri svo við. Sá svo á kortinu (var að sjálfsögðu með gps í gangi) þegar heim kom, að ég hefði getað beygt á gatnamótunum þar sem ég sneri við og farið hring. Geri það næst :) Held það passi ágætlega við 5 km. Svo er reyndar á dagskrá að lengja hlaupið...eitthvað sem ég hélt ég myndi ALDREI gera. En svona er lífið, sífellt að koma mér á óvart :D

Sveitt og sæt ;)

Við áttum von á góðum gestum eftir hádegið, svo Jóhannes smellti í pönnukökudeig og við röltum út í búð að kaupa ís. Keyptum klárlega þann dýrasta ís sem ég hef keypt (held ég alla vegana) en ég var búin að lofa Jóhannesi þessum ís. Svo bakaði þetta krútt eldrauðar pönnukökur þar sem gestirnir okkar voru danskir :)
Það voru Tinna vinkona og Ida, dóttir hennar, sem komu. Við Jóhannes röltum í bæinn og sóttum þær. Áttum svo dásamlega stund með þeim. Elska að búa nálægt þessum elskum aftur :)

Við Einar röltum svo í bæinn, fylgdum gestunum okkar niður á bryggju. Röltum svo um bæinn, og fundum það sem við leituðum að;
Þvílík hamingja í kotinu :)

Svo nú er lítið mál að hendast í búð og sækja meira en 2 lítra af mjólk í einu :) Verður líka fínt fyrir Ólöfu Ósk þegar hún fer í H&M!!! :D

ást og friður.

No comments:

Post a Comment