Tuesday, 12 August 2014

Ferðalag í dag

Dagur 19

Hér var dagurinn tekinn snemma - ekki eins snemma og í gær, en í dag tóku allir þátt í þessu og vöknuðu fyrir kl 8!! Svei mér þá!! Það var ástæða fyrir ósköpunum. Við vorum á leið í BonBon Land.
Ég byrjaði á því að smella mér í Väla og sækja bíl hjá Rent-a-wreck, afskaplega elskulegir drengir sem þar starfa (við leigðum líka sendibílinn þar um daginn, þegar við fluttum allt dótið heim úr Ikea ;) Ég var mætt til þeirra kl 9, brunaði svo heim og sótti krakkaskarann. Það var búið að pakka í kælibox, bökuðum bæði skinkuhorn og pylsuhorn fyrir ferðina...en pylsuhornin voru óæt sökum þess hversu vondar pylsurnar voru :(

Anyway. Einar minn var búinn að panta fyrir okkur í ferjuna og hann var búinn að græja miða fyrir okkur í BonBon Land, svo það eina sem ég þurfti að gera var að koma okkur á staðinn og framvísa réttum seðlum á viðeigandi stöðum :) Gekk ljómandi vel - en mér finnst samt ekki spennandi að keyra upp einhverja brú um borð í skip og vera bara "í lausu lofti" yfir sjónum! Svo þarf að fara í bílinn áður en ferjan er alveg komin í höfn og jafnvægið mitt fer alveg út um allar þúfur við það! En þetta tókst - og vel!

Ein "selfie" í byrjun ferðalagsins :)

Við áttum ljómandi skemmtilega klukkutíma í BonBon landi, það var farið í allskonar tæki, sumir fóru oftar en aðrir í einstök tæki. Við fórum sannarlega líka í hin ýmsu "vatnsgusandi" tæki og skemmtum okkur konunglega - best var ef einhver annar en maður sjálfur blotnaði hressilega!
 


Ólöf Ósk og Björgvin í "Vandrotten"


Jón Ingvi og Jóhannes í "Vandrotten"

Um tíma skiptum við liði, þar sem Jóhannes hafði aðrar þarfir varðandi tækin en hin þrjú. Svo ég fór með honum og skemmti mér áfram konunglega. 

Jóhannes í "Skildpadden"...

...og ég fékk mér kaffi

Þau þrjú stóru fóru m.a. fallturninn og rússíbanann sem fer LÓÐRÉTT upp og svo aftur niður - við erum að tala um aaaaalveg LÓÐRÉTT!


Æj, þetta var bara gaman. En ég er þreytt eftir daginn og það var gott að koma heim. Svo þarf ég víst að vakna tímanlega á morgun, skila bílnum kl 8.59... Svo ætla ég að sofa út á fimmtudaginn!! ;)

Ást og virðing.

No comments:

Post a Comment