Thursday, 14 August 2014

Rólegheit í loftinu

Nú er ég hætt að telja dagana, man hvort eð er aldrei hvað ég er komin langt og þarf alltaf að kíkja á síðustu færslu :)

Í gær komu bréf til strákanna frá skólanum. Þeir eru yfir sig ánægðir með þær fregnir að skólinn byrjar kl 9.15 á mánudögum! Annars er spennan að færast yfir - en hjá Jóhannesi er spennan þó mest ennþá fyrir laugardeginum, en þá á hann 11 ára afmæli.

Svo heyrði Jóhannes í 2 vinum sínum á skype í kvöld - þetta er svo mikil snilld. Eigum við að ræða eitthvað muninn á þessu núna og þegar við fluttum til Danmerkur 1997?! Þá var svo dýrt að hringja að það var sjaldan gert. Þvílíkur munur!

Það var reyndar eitthvað "mjög merkilegt" sem ég ætlaði að deila með ykkur, link og alles...en það hefur varla verið svo merkilegt, því ég man bara ómögulega hvað það var! Kannski ég ætti bara að koma mér í bælið núna og blogga á kristilegri tíma næst (eftir miðnætti er ekki kristilegur tími hjá mér!).

Ást og virðing.


No comments:

Post a Comment