Dagur 10 í Helsingborg
Jæja, sunnudagur til sælu og allt það. Héldum ótrauð áfram, búið að setja saman kommóður strákanna, fylla þær og snurfusa. Búið að taka upp úr flestum kössum og fara með nokkra niður í geymslu til bráðabirgða. Allt að verða ready! Smelli inn myndum á morgun, þegar að er orðið enn fínna :)
Annars bara rólegur dagur, Arnþór og Begga kíktu í kaffi, Pálmi og Jóhannes léku sér allan daginn og litli Ýmir dundaði sér alsæll með legó dúpló. Kærkomið að fá fólk í kaffi svo við höfðum afsökun að taka pásu frá öllu dótaríinu ;)
Er andlaus eitthvað, svo ég ætla að láta þetta duga í bili.
Ást og virðing.
No comments:
Post a Comment