Wednesday, 6 August 2014

Fyrirfram afmælisgjöf og fleira

Dagur 13

Vaknaði í morgun öll þrútin í framan...og giftingarhringurinn var eins og spennitreyja á fingrinum á mér :( Það þýðir eitt - ég borðaði mat í gær sem ég þoli illa/ekki. Ég veit alveg hvað það var - það voru þessar dýrindis pönnukökur sem Jóhannes bakaði; hveiti með sykri!!
Svo þetta var morgunmaturinn minn í dag; brauðbollur ("pylsubrauð") með osti og hvítlauksspægipylsu - og að sjálfsögðu sterkur og góður kaffibolli :)


Pósturinn kom í dag - og þar sem við búum núna í ESB-landi, þá þurftum við ekki að borga "milljónir" til að móttaka pakkann sem kom frá Englandi. Lov it!
Í pakkanum var afmælisgjöfin sem Jóhannes hafði óskað sér, og séð til að yrði pöntuð í síðustu viku. Einar vildi endilega vera með þegar drengurinn fengi gjöfina, svo hann fékk hana strax í dag, þrátt fyrir að það sé rúm vika í afmælið.


Það er óhætt að segja að Jóhannes hafi verið ánægður :)

Annars var lítið brallað, röltum reyndar í bæinn, höfðum séð mixer í gær sem við ákváðum að fjárfesta í. Verðið hentaði okkur vel og nú er bara að prófa græjuna! Langar helst af öllu að gera heimsins besta ís, en á hvorki jarðaber né rjóma né heldur sukrin melis - þarf að fara að versla!!!

En fyrir þá sem vilja prófa er uppskriftin hér:
2 bollar frosin jarðaber
1 peli rjómi
2 msk sukrin melis
nokkrir dropar stevía
blandað í blender - og svo er bara að passa sig að borða ekki yfir sig. Þetta eiga víst að vera 4 skammtar...ekki skrítið þó ég hafi verið södd í heilan dag eftir að ég gúffaði heilum skammt í mig í vetur...

Tók svo mynd af þessum sanna texta - sá þegar ég kom heim að það var svona ægilega "fín" spegilmynd af mér!!! :D




Ást og virðing 

No comments:

Post a Comment