Thursday, 7 August 2014

af tiltektar-þrifdegi og fleiru

Dagur 14

Á MORGUN koma Ólöf Ósk og Björgvin!!! Það er mikil spenna í kotinu!!! Þessi krútt, það verður svo gott að fá þau til okkar.

Fyrir einhverjum mánuðum síðan ákvað ég....jamm, ég...að þegar við myndum flytja þá væri komið að því að þrif og tiltekt yrði fyrir alvöru samvinnuverkefni! Einar hættur að vinna 100%, vera í 100% námi + bæjarstjórnarstúss sem var örugglega amk 50% - hann verður "bara" í fullu starfi, ekkert meira!! Stákarnir eru orðnir (fyrir löngu) orðnir nógu stórir til að taka þátt.
Planið er svona: föstudagar eru tiltektar- og þrifdagar. Allir hjálpast að! Svo er pizza á eftir, oftast heimagerð (sem mér finnst best!) en stundum skroppið á pizzastað! Gott plan, finnst ykkur það ekki? Mér finnst það :)
En þar sem krúttmolarnir okkar eru að koma á morgun þá ákváðum við (ég) að dagurinn í dag yrði tiltektar- og þrifdagur. Það féll í misgóðan jarðveg...en allir tóku þátt :)

Ekki skulum við gleyma því að ég fór líka að þvo - ALLAN þvottinn og allt hreint OG allt þurrt. Eru þið að átta ykkur á að ég eeeeeeelska þvottahúsið :D

Eigum við að ræða þetta eitthvað??? :)

Tvær svona mega vélar :)

annað þurrkherbergið (sjáið blásarann, hann skapar góðar þurrkaðstæður - snilllllld!)

Svo bara er þessi fína aðstaða til að brjóta saman líka - I LOVE IT!!!

Fengum líka gesti í mat. Jóhannes bakaði köku í desert. Einar ætlaði að grilla...þá var gaslaust, svo hann og Arnþór röltu af stað að kaupa gas. Komu heim með gas en þá passaði ekki þrýstijafnarinn...svo það var ekki grillað. En mat fengum við, og það góðan :) Svo var kaka og rjómi í desert (ég fékk mér samt lkl köku!). Allir saddir og sælir. Jón Ingvi og Kristrún fóru samt heim til hennar að fá sér bragðaref...úff, ég er svo södd að ég get ekki einu sinni hugsað um bragðaref...!!

Fyrir Lilju sys koma svo þessar myndir hér:

feðgar í eldhúsinu

Jóhannesar herbergi (hann verður með vindsæng eitthvað lengur, enda losnar pláss í "mínu" rúmi þegar Einar fer á laugardaginn)

Jóns Ingva herbergi

herbergið okkar Einars (Einar fær ekki pláss í fataskápnum strax, fær að búa í ferðatösku)

séð inn í herbergi strákanna

herbergið okkar Einars, annað sjónarhorn

Horft úr stofunni fram í forstofuna (til hægri er gengið inn í eldhúsið, beint á móti er wc, fataherbergi og herbergi strákanna.

Stofan

og stofan, annað sjónarhorn

Ást og virðing!

No comments:

Post a Comment