Monday, 18 August 2014

Skólinn byrjaði í dag!

Dagurinn í gær, sunnudagur, var formlega síðasti sumarfrísdagurinn á þessu heimili. Það bar á ýmsum tilfinningum, spennu að byrja í nýjum skóla í nýju landi en einnig kvíði fyrir því sama. Einnig tregi vegna þess að nú styttist alltof mikið í að Ólöf Ósk og Björgvin fari (þau fara á morgun).
Dagen i går, søndag, var den sidste sommerferiedag her i hjemmet. Der var mange følelser på spil, dog mest spæning og nervøsitet over at starte skole i et nyt land, med et nyt sprog! Men også vemod over at i morgen, tirsdag, flyver Ólöf Ósk og Björgvin til Island igen.

Við skelltum okkur í Väla, öll nema Jón Ingvi. Hann var heima og horfði á tvær Harry Potter myndir. Ólöf Ósk tók síðustu H&M syrpuna í bili - nú fer hún að safna fyrir desember-H&M-ferðinni :)
Vi var lige forbi Väla, alle undtagen Jón. Han blev hjemme og så 2 Harry Potter film. Ólöf Ósk var lige en sidste tur i H&M - nu skal hun snart til at spare penge til december besøg i H&M :)

krúttbomburnar - vores flødeboller

þessi reyndi að forðast myndavélina, en myndavélin var fljótari ;) 
han prøvede at komme væk fra cameraet, men det lykkedes ikke rigtig ;)

Jóhannes verslaði sér líka borðtennisgræjur fyrir peninginn sem hann fékk í afmælisgjöf frá ömmu og afa á Ormsstöðum. Það er nefninlega úti-borðtennisborð á íþróttasvæðinu, sem er bakvið íþróttahúsið hérna hinu megin við götuna.
Jóhannes fik købt bordtennis"sager" for pengene han fik fra mormor og bedstefar i fødselsdagsgave. Man kan nemlig spille bordtennis udendørs, bag ved idrætshuset på den anden siden af vejen.

Ólöf Ósk smellti svo í gulrótarköku svona í tilefni af sumarfríslokum og við áttum svona "kvöldkaffisstund" - eins og í sveitinni :) Bara kósý.
Ólöf Ósk fik bagt en gulerodsdage, så vi havde lige sådan en aftenhygge - det var rigtig hyggeligt.


Svo rann upp fyrsti skóladagurinn. Jóhannes var mjög kvíðinn og langaði helst af öllu að hverfa. Hann tautaði í sífellu, þar sem við sátum fyrir utan skólann þar sem átti að mæta; "Ég vildi að ég væri ekki hér, ég vildi að ég væri ekki hér". Þar sem hann sat á gólfinu með hinum krökkunum og leið svo illa, láku bara tárin hjá mér algjörlega stjórnlaust. SHIT hvað þetta var erfitt. Elsku karlinn minn :´(
Så blev det første skoledag! Johannes var meget nervøs og havde allermest lyst til at forsvinde. Hvor vi sad udenfor skolen, hvor han skulle møde blev han ved med at sige; "Jeg ville ønske jeg ikke var her, jeg ville ønske jeg ikke var her...". Hvor han så sad på golvet sammen med de andre børn og havde det så skidt...så begyndte tårede at løbe hos mig, helt ustyrligt. SHIT hvor var det bare hårdt. Min lille skat :´(

fyrir skóla - inden skolen

Kennararnir á stiginu stigu á stokk, kynntu sig og svo var fjöldasöngur - sem varð svona meira bara söngur kennaranna. En það var hlýlegt og skemmtilegt.
Lærerne fik intruduceret sig selv, nogle af dem var nye og ret nervøse selv. Siden var der fællessang...altså det blev mere til "lærersang". Men det var rigtig hyggeligt og sjovt. 

Jóhannes vildi ekki að ég færi með honum og talaði við kennarann. Hann sagðist fullfær um að segja sjálfur - á ensku - að hann skyldi ekki sænsku, hann væri nýfluttur frá Íslandi. Svo ég fór heim og áfram láku tárin. Mig langaði sjálfa mest undir sæng og vera bara þar, helst með Jóhannes hjá mér - langt í burtu frá öllu erfiðu á óþægilegu!!!!
Johannes ville ikke have at jeg snakkede med læreren. Han sagde at han kunne sagtens selv - på engelsk - forklare at han ikke forstod svensk og at han var lige flyttet hertil fra Island. Så jeg gik hjem igen, imens tårene blev ved med at trille. Jeg havde allermest lyst til at kravle under dynen, helst sammen med Johannes og gemme os langt væk fra alt der er ubehageligt!!!!

Eeeeeeeeeen, ég rölti upp í skóla kl 13 til að hitta kappann. Þar tók þessi líka glaði drengur á móti mér! Hann hafði átt góðan og skemmtilegan fyrsta skóladag. Strákur úr hópnum tók að sér að hjálpa honum, útskýrði fyrir honum á ensku svo Jóhannes gæti fylgt með. Ekki nóg með það - Jóhannes skilur strax sum orðin, svo við skulum alveg róa okkur í áhyggjunum ;)
Meeeeeeeen, jeg gik tilbage op til skolen kl 13 for at møde Johannes, min lille helt. Det var en rigtig glad dreng jeg mødte! Han havde haft en herlig første skoledag. En dreng fra gruppen hjalp ham, forklarede på engelsk sådan så Johannes kunne følge med. Ikke nok med det - Johannes allerede forstår nogle svenske ord, så vi skal liiiige slappe af med bekymringer ;)

eftir skóla - efter skole

Jón Ingvi fór héðan með bros á vör. Hann var sallarólegur yfir þessu öllu. Hann var að koma heim rétt í þessu og átti góðan dag. Rétti mér pappíra til að fylla út - það er gistinótt í skólanum á miðvikudaginn. Gleðin byrjar strax :)
Jón Ingvi tog af sted med et smil. Han var afslappet over det hele. Han er lige kommet hjem og har haft en god dag. Gav mig nogle papirer jeg skal udfylde - der er overnatning på skolen på onsdag. Så festen er skudt i gang :)

töffaralingurinn okkar - vores flotte teenager 

Já, svona er lífið okkar í Helsingborg í dag.
Ja, det er så lidt af vores liv i Helsingborg i dag :)

Ást og virðing.

No comments:

Post a Comment