Hér byrjuðu iðnaðarmenn að bora og allskonar um kl 7 í morgun - ekki að það hafi truflað mig mikið. Ég rumskaði, hugsaði sem svo; greinilega kominn mánudagur - svaf svo á mínu græna til rúmlega 10.
Einar og Jóhannes vöknuðu eitthvað fyrr en ekkert of snemma samt. Enda fórum við öll aaaaaðeins of seint að sofa í gær...
Strákarnir fengu gesti, systkinin Pálmi og Kristrún komu. Við hjónin fórum í strætó í búðina. Fórum núna í búð sem heitir Willy:s og gerðum kostakaup. Þegar kennitölurnar detta í hús munum við gera enn meiri kostakaup - því það er allskonar meðlimsafsláttur á allskonar nauðsynjum. Hef saknað þessa frá Danmörku, svo ég fagna þessu sannarlega.
Nú er bara eitt sem okkur vantar og það er svona græja:
Hér eru bara eiginlega allir með svona græju og það er ekki spurning að svona græja er málið, þar sem við erum bíllaus og ætlum okkur að vera það, amk í bili.
Hér er rusl flokkað svakalega vel. Ég verð nú að viðurkenna að umhverfisverndarsinninn í mér er yfir sig hamingjusamur :) Svona lítur t.d. ruslaskápurinn okkar út:
Þetta er tær snilld!
Loksins fengum við okkur svo heimatilbúna pizzu - eitthvað sem var orðið langþráð, enda venjulega fastur liður á föstudögum. Undanfarna föstudaga hefur það ekki verið gerlegt af skiljanlegum ástæðum svo það var gleði í kvöld. Einar fann meira að segja piparost sem þeir feðgar voru allir ánægðir með.
Svona er lífið hjá okkur á þessum flotta degi - eigum við samt að ræða hvað rigndi mikið í morgun?!!!!
Ást og virðing.
Ég væri sko til í svona ruslaskáp :)
ReplyDeleteDóra, ég trúi því vel - þetta er snilld!
Delete